1.bekkur

 

1. bekkur 2014-2015

                                                      Íslenska        

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur nái tökum á lestri og að draga til staf. Geti skrifað einföld orð og setningar. Tali skýrt og greinilega. Geti sagt skipulega frá. Geti nýtt sér tölvur og ritvinnsluforrit.  Semji ljóð og sögur, kynnist hugtökum eins og andheiti, samheiti, þekki mun á sérhljóða og samhljóða, læri stafrófið.

 

Viðfangsefni:

Lestur, ritun, málfræði og sögugerð. Nemendur vinna út frá myndum, gera hugtakakort, og skrifa í skólablað. Myndvinnsla af ýmsu tagi s.s. perluvinna, málaðar myndir, klippimyndir og ljósmyndir. Lestur kenndur samkvæmt hljóðaaðferðinni. Námið sniðið að getu hvers einstaklings óháð bekkjarheiti eða aldri í bekkjardeild.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      birti frásagnir og skrif í skólablaði.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      semji sögur og ljóð.

·      ræði um frásagnir annarra t.d. út frá þjóðsögum.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni í hóp og einstaklingsvinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      geti leitað upplýsinga á netinu og í fræðibókum og nýtt sér þær upplýsingar til verkefnavinnu (umræðna og teikninga).

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti hvernig vinnan gekk (vel /illa) með broskallakerfi og munnlega saman í hóp.

  

 

Stærðfræði

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur þjálfist í að skrifa tölustafi, þjálfist í meðferð talna, allt upp að 100, fái skilning á grunnhugtökunum samlagning og frádráttur, vinni með og þekki mynstur.

 

Viðfangsefni:

Unnið er með það að leiðarljósi að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota stærðfræði sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Unnið er með vinnubækur og farið í leiki. Rætt um tölur, mynstur, hugtök og stærðfræðin tengd daglegu lífi. Tölvuforrit notuð samhliða bókum og leikjum.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      taki þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir stærðfræði.

·      setji fram og ræði úrlausnir sínar og annarra.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      leysi stærðfræðiþrautir sem gefa tækifæri til að beita innsæi.

·      noti áþreifanlega hluti og eigin skýringarmyndir.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      ræði saman um stærðfræðileg efni og hlusti eftir röksemdafærslu annarra.

·      vinni saman að lausnum.

·      vinni sjálfstætt að sínum verkefnum og öðlist trú á eigin hæfileikum.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      noti hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn s.s. reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum.

·      sæki upplýsingar og gögn í rafræna miðla.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi 

·      haldi vel um námsgögn og sýni reglulega fram á framvindu náms.

 

 

Samfélags-/náttúrufræði

 

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur verði fróðari um umhverfi sitt, þekki örnefni í sveitinni sinni, fræðist um störfin sem unnin eru þar og læri um og kynni fyrir öðrum störf foreldra sinna. Læri um lífið í gamla daga. Geti sagt frá munnlega, með teikningum og skriflega. Þjálfist í að vinna hugtakakort.

 

Viðfangsefni: Lífríki hafsins, fræðumst um lífshætti fiska, hvala og fjörulífið. Örnefni í nágrenninu og fjöllin í heimabyggð, líkaminn og mikilvægi hollustu og heilbrigðra lífshátta, helstu líffæri. Skoðum líkan af líkama mannsins. Berum saman samfélag okkar fyrr og nú, búsetu og lífsskilyrði.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      séu virkir í umræðum.

·      búi verkefni sín til sýningar, bæði á neti og í skólastofunni.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      máli, klippi og teikni út frá verkefnum.

·      þjálfist í að skrá upplýsingar.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni sjálfstætt og í samvinnu, hjálpist að.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti bækur og netið til þess að fræðast og ná í upplýsingar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti hvernig vinnan gekk (vel /illa) með broskallakerfi og munnlega saman í hóp.

 

 

Átthagafræði

 

Unnið út frá námskrá GSNB/Lýsuhólsskóla  í átthagafræði.  Átthagafræðin er einnig samþætt öðrum greinum s.s. íslensku, myndlist, stærðfræði, samfélags- og náttúrufræði.

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur verði margs vísari um umhverfi sitt, náttúru og sögu í fortíð og í nútíð.

 

Viðfangsefni:

Berjaferð: tínum ber og vinnum úr þeim myndverk og sultum ef hægt er.

Réttir: umræður um réttir, skoðum orð sem tengjast smalamennskum, búum til myndverk og ljósmyndir.

Skólalóð og nágrenni: gönguferðir, skoðum lífríki í nágrenni skólans og lærum í vetur um hagamús og húsamús.

Kirkjan á Hellnum: skoðunarferð og fræðsluerindi, saga muna þar, listaverk, ramminn utan um altaristöfluna. Vinnum myndverk út frá ferðinni.

Ölkeldur: smökkum og fræðumst um ölkelduvatnið, lærum hvar eru ölkeldur í sveitinni.

Vorferð: farið í Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, heimsókn í Hellnakirkju og smökkunarferð í ölkeldur. Tökum til á skólalóð og förum í stuttar gönguferðir í nágrenni skólans.

Vinnum einnig verkefni með hugtakakortum.  Sögur úr heimabyggð, lesum þjóðsögur og ræðum þær, lærum örnefni.

Lykilþættir aðalnámskrár hafðir að leiðarljósi við úrlausn verkefna. Þættirnir eru : tjáning og miðlun, sjálfstæði og samvinna, skapandi og gagnrýnin hugsun, nýting miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      ræði vettvangsferðir og vinni úr þeim á myndrænan og skriflegan hátt.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      skrái niður þær upplýsingar sem aflað var í vettvangsferðum og skoði sýni sem tekin eru í víðsjá.

·      ræði um vinnuna.

·      finni lausnir á vandamálum sem upp kunna að koma við úrlausn verkefna.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni með öðrum og ræði saman um úrlausn verkefna.

·      viti hvert skal leita til upplýsingaöflunar.

·      sýni frumkvæði við verkefnavinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      geti nýtt sér veraldarvef og fræðibækur til upplýsingaöflunar og skráð niður.

·      sýni vinnuferlið og skýri í máli og myndum.

·      birti verkefnin  ýmist í skólablaði, á fésbókarsíðu og á vorsýningu skólans.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      taki ábyrgð á þeim tækjum og tólum sem notuð eru við vinnuna s.s. spjaldtölvur og myndavélar, málningarvagn o.fl.

·      geti metið hvað gekk vel og illa ýmist munnlega eða með broskallakerfi.

   

                                             Kristin fræði        

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur þekki sköpunarsöguna samkvæmt Biblíunni, kynnist frásögninni um fæðingu Jesú, læri um  síðustu kvöldmáltíð, krossfestingu og upprisu.

Þekki nokkrar dæmisögur Jesú og ræði um merkingu þeirra. Læri utanbókar nokkur vers úr Heilræðavísum Hallgríms Péturssonar og læri um ævi Hallgríms í stuttu máli.

Þekki söguna um örkina hans Nóa og söguna um aldingarðinn Eden og Adam og Evu.

 

Viðfangsefni:

Nemendur ræða efnið og vinna á myndrænan hátt. Jólaguðspjallið, eða helgileikur, leikið á sviði á Litlu jólum.  Fara með vísur fyrir samnemendur sína. 

Umræðutímar þar sem ýmsar dæmisögur (úr nútímanum og dæmisögur Jesú) eru ræddar og túlkaðar. Nemendur tjá sögur með leikrænum tilburðum og  túlka með sínum hætti. Reyna að setja sig í spor sögupersóna og ræða líðan þeirra.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      ræði saman í tímum og vinni myndir.

·      ræði um dæmisögur úr nútímalífi og dæmisögum Jesú.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      leiki helgileik á litlu jólum.

·      vinni myndrænt.

·      sýni verkefni sín í skólanum.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      geti unnið sjálfstætt og einnig í samvinnu.

·      dragi sínar ályktanir út frá sögunum sem verið er að vinna með.

·      bera virðingu fyrir eigin vinnu og samnemenda sinna.

·      taki tillit til skoðana samnemenda sinna í verkefnavinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      skoði ljósmyndir af listaverkum þar sem listamenn túlka sögur úr Biblíunni og ræði í hópnum.

·      taki myndir af vinnuferli í verkefnavinnu þar sem það á við.

·      skrái niðurstöður hópsins úr verkefnavinnu og hafi aðgengilegar innan veggja skólans.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi:

·      meti hvernig vinnan gekk bæði munnlega og með broskallakerfi

·      passi upp á vinnuna sína og safni í möppu.

 

Enska/Listir

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur kynnist öðrum tungumálum.  Geti skilið orð og einfalt mál sem varðar þá sjálfa og nánasta umhverfi.  Geti notað einfalt mál til að tjá sig.

 

Viðfangsefni:

Orð og hugtök um hversdagslega hluti.  Orðaspjöld, orðarugl og krossgátur.  Verkefnablöð með léttum verkefnum.  Leikir, spil og söngur.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      geti tjáð sig á einfaldan hátt. 

·      geti spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur þeim næst með stuðningi frá hópnum og kennara. 

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      geti sagt frá hugmyndum og verkefnum á persónulegan og skapandi hátt. 

·      geti tekið þátt í samtölum og leikjum.

 

Sjálfstæði og samvinna:

·      vinni í einstaklings- og hópavinnu. 

·      geti hlustað á aðra, spjallað og tekið tillit. 

·      geri sér grein  fyrir að framlag allra skiptir máli.æ

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      geti fylgst með einföldu efni á myndmiðlum úr hversdagslífi og dægurmenningu sem er kunnugleg úr heimi barna. 

·      geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem netmiðlar hafa upp á að bjóða og þeir geta nýtt sér í framtíðinni.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti eigin vinnu og frammistöðu með stuðningi kennara.

 


Myndmennt

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur geti unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar.  Geti notað mismunandi tækni í einföldum verkefnum, unnið einföld verkefni í hóp.  Geti tjáð sig á einfaldan hátt um verkefni og gengið frá efnum og áhöldum eftir vinnu sína.

 

Viðfangsefni:

Einfaldar línuteikningar, litafræði og litablöndun ásamt formfræði. Línur og teikning. Verkefni af netinu. Listaskóli Evrópu. Myndbönd.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      sýni virkni og samvinnu  í völdum verkefnum. 

·      geti á einfaldan hátt útskýrt vinnu sína.

·      tileinki sér einföld hugtök. 

·      geti á einfaldan hátt fjallað um þætti sem snúa að menningu í nánasta umhverfi þeirra.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      tjái sig um viðfangsefni og verkefni  sín og annarra á sanngjarnan hátt.

·      átti sig á að í myndlist er allt rétt, “mitt rétt” er persónulegt og öðruvísi. 

 

Sjálfstæði og samvinna

·      geti unnið sjálfstætt í verkefnum og í hópavinnu.

·      geri sér grein fyrir að framlag allra skiptir máli.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      þekki gagnsemi á nýtingu ýmissa miðla og beiti til þess einföldum aðferðum í viðeigandi verkefnum.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti eigin frammistöðu og hegðun.

·      taki á jákvæðan hátt þátt í umræðu um eigin verk og annarra nemenda.

 

  

Handmennt

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur geti saumað einföld spor s.s. krosssaum og beint spor, læri garðaprjón, prjóni einföld stykki eins og eyrnaband, þæfi utan um stein, læri puttaprjón, læri að þræða nál, geti klippt út einföld form úr efnum og sett saman í mynd.

 

Viðfangsefni:

Nemendur vinna ýmis verkefni eftir getu hvers og eins. Sauma einföld spor eftir teiknuðum myndum eftir þá sjálfa. Klippa úr efnum og gera myndir, læra að þræða nál og prófa saumavél, prjóna puttaprjón og garðaprjón með tveimur prjónum, búa til fígúrur. Nemendur vinna í leir og ýmislegt föndur. Nýtum efnisafganga og höfum endurvinnslu og endurnýtingu í huga.  Verkefni unnin ýmist sem einstaklings- eða samvinnuverkefni.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      útskýri verkferlið og geti skráð það niður, annað hvort í rituðu máli eða með teikningum.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      sýni frumkvæði og skapandi úrlausnir í verkefnavinnunni.

·      geti bent á hvað sé gott og hvað megi betur gera í sinni verkefnavinnu.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      geti unnið sjálfstætt að verkefnum og hjálpað samnemendum sínum.

 

Nýting miðla og uppýsinga

·      geti nýtt kennslubók og veraldarvef til þessa að fá hugmyndir að verkefnum og skoðað leiðbeiningar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      gangi vel frá vinnu sinni og sýni vandvirkni.

·      skoði vinnu sína og meti hvernig til tókst með broskallakerfinu góða.

 

 

Tæknimennt

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur læri að umgangast tölvur og  og nýti sér þær við hverskyns nám. Kynnist forritun sem stjórnar öllu sem gert er í tölvu. Kynnist eiginleikum þess efnis sem unnið er með hverju sinni, þroski hug og hönd á sem fjölbreytilegastan hátt, kynnist því að hver og einn getur notað sköpunarmátt sinn og sköpunargáfu til að móta umhverfi.

 

Viðfangsefni:

Áhersla er lögð á að nemendur læri á tæknina. Geti nýtt sér tæki eins og spjaldtölvur til að  nota við nám. Kennd er undirstöðunotkun á tölvutæki og umgengni við veraldarvefinn.

Farið verður í smíðavinnu og fjallað um eiginleika efna sem unnið verður með.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      nýti myndformið og teikni hluti og form hvort heldur er í tölvu eða með hönd.

·      kynnist stuttmyndaforminu og taki upp litlar frásögur.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      hanni hluti og komist að virkni þeirra.

·      komist að því að forritun er mikilvægur þáttur til að átta sig á því að hlutir virka ekki rétt nema með skapandi og gagnrýnni hugsun.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni saman að því að finna lausnir og leysi einstaklingsverkefni.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti tölvur og sjónvarp.

·      nýti aðgengi upplýsinga og fræðsluefnis á veraldarvefnum til að læra um forrit, skoða hönnun, finna verkefni, hafa samskipti.

·      átti sig á hversu tölvutæknin er orðin stór þáttur í tilveru okkar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      búi afurðir verka sinna til sýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti skólans.

 

 

Íþróttir

 

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur efli þol, styrk, kraft og liðleika, skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi, fái aukið sjálfstraust, viljastyrk og áræði, fari eftir reglum og virði þær. Kynnist sem flestum greinum íþrótta.

 

Viðfangsefni:

Á íþróttavelli: Hlaup, stökk, boltaleikir og aðrir útileikir.  Aukin áhersla á þennan þátt haust og vor.
Salur: áhersla lögð á leiki sem efla jafnvægi og taka á aga.

Sund: Áhersla lögð á að kenna grunnhreyfingar í sundi.  Að nemendur öðlist sjálfstraust í vatninu ásamt því að nemendur stundi sund reglulega. Aukin áhersla haust og vor.

Lykilhæfni:

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      átti sig á mikilvægi þess að geta tjáð sig og skilið aðra á sem einfaldastan hátt í hópíþróttum.

·      þjálfist í samskiptum þannig að árangur verði af. 

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      fái tækifæri til að búa til sína eigin leiki og reglur og gera það þannig að allir geti farið eftir þeim.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      efli samvinnu gegnum hópíþróttir.

·      vinni eftir fyrirfram ákveðnum áætlunum, sem hver einstaklingur þarf að standa við, t.d. í sundi. 

·      efli sjálfsaga með t.d. golfæfingum.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti tölvur og sjónvarp og auðvelt aðgengi upplýsinga og fræðsluefnis á veraldarvefnum til að auka áhuga og afla upplýsinga um einstakar íþróttagreinar.

·      nýti spjaldtölvur fyrir tölfræði og skráningu gagna.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      geri sér grein fyrir að nám í íþróttum er ætlað til að auka lífsgæði þeirra.

 

© Skóli 2011