Velkomin á þessa heimasíðu um skólahverfi Lýsuhólsskóla. Við höfum merkt inn á þetta kort alla bæi í skólahverfinu sem við vitum um þar sem hús eru uppistandandi. Ekki er búið á þeim öllum og ekki eru upplýsingar um alla þar sem búið er nema á þeim sem við höfum fengið leyfi fyrir. Hægt er að þysja kortið inn og út til að sjá svæðið betur. Smellið á merkin og þá fer kortið á viðkomandi stað. Hægt er að velja um þrjú lög en það eru bæir, vötn og ár og lækir. Hér að ofan á tenglalistanum eru síðan tenglar á bæjasíðurnar, myndir og sögusíður.
Flestar myndirnar eru teknar af nemendum skólans nú í haust en myndina af Krossum fengum við hjá Ólafi Ólafssyni og myndin af Brautarholti fannst á netinu, ekki var höfundar getið.