Dagverðará

 

Kambsskarð

22 Kambsskarð

Þórður Halldórsson frá Dagverðará var mikill ævintýra- og sagnamaður. Eitt sinn hitti hann draug á ferð sinni um Kambsskarð. Það var gott veður og allt gekk vel. Þegar hann var að koma að Draugagili gerði snjókomu og mikinn vind. Sagt var að reimt væri þarna, og margir hefðu farist. Hann ákvað að hvíla sig aðeins í Draugagili. Þórður settist niður og kveikti sér í vindli. Allt í einu fann hann mikla lykt, samblöndu af brennisteins- og nálykt. Hann sá drauginn birtast hægt og rólega, upp fyrir gilsbarminn. Hann var allur rifinn og byrjaður að rotna. Allt í einu kvað draugurinn:

Reimt hefur þótt, og heiðin há

í hörðum byl á móti.

Í Draugagil hef ég dregið þrjá

og drepið á hörðu grjóti.

 

Þórður áttaði sig fljótt á því að hann þyrfti að kveðast á við drauginn  til að losna við hann. Hann svaraði:

 

Ekki skal ég efa það,

að atgervi þig styður.

En ég fjórtán drauga fræga kvað

í freðið hjarnið niður.

 

Draugurinn hvarf ekki við þetta, heldur virtist frekar færast í aukana. Hann nálgaðist Þórð og varð lyktin svo mikil að nánast leið yfir Þórð. Í miklum flýti og hugsunarleysi sagði Þórður:

,,Heyrðu lagsi, viltu ekki setjast hérna hjá mér og fá þér vindil,‘‘ og sýndi honum hálfreyktan danska vindilinn. Þá brá draugnum mikið og hann öskraði: ,,Djöfullinn danskur!‘‘ Hann steyptist ofan í gilið og rak upp svo hátt öskur að allt nötraði í kring. Eftir þetta hélt Þórður áfram. Morguninn eftir, fannst Þórði hann finna daufa brennisteins- og nálykt en hún var fljót að hverfa þegar hann kveikti sér í dönskum eðalvindli.

  

                     Þórður frá Dagverðará

2. Tordur a Dagverðará

Þórður var eitt sinn að keyra Land Roverinn sinn þegar hann fann kulda í aftursætinu. Sagði hann þá „Viltu ekki koma fram í svo við getum talað saman og haft það notalegt?“ Hvarf þá kuldinn og Þórður hélt áfram.

© Lýsuhólsskóli 2014