Skjaldartröð

25 Dreplakolla

 

Dreplakolla

Á Laugarholtinu, þar sem ekið er niður að Hellnum er dys sem kallast Dreplakolludys. Þar undir á að vera óvættur sem ásótti Hellnara og drap fyrir þeim fé. Bóndi í Skjaldartröð drap óvættina og var hún urðuð þarna en á svipuðu svæði eru dysjar Axlar-Bjarnar sem var sundurlimaður á Laugarbrekku.

 




Lindin á Hellnum

29 Lindin á Hellnum

Upp við hraunið, fyrir ofan Skjaldartröð á Hellnum er lind sem kennd er við ,,Guðmund góða“ biskup. Hann var einhvern tímann á ferðalagi og kom frá Stapa að Hellnum. Mikil veikindi voru í báðum plássum. Ekkert var um gott vatn á Hellnum þannig að Guðmundur ákvað að messa við bæ sem hét Brekka. Daginn eftir var komin þessi fína lind undir hrauninu og hefur hún runnið síðan. Guðmundur vígði lindina og var bærinn kallaður Lindabrekka eftir þetta. Við vígsluna á María Guðsmóðir að hafa birst, en eftir þetta trúði fólk því að vatnið hefði lækningarmátt og sótti það sér vatn í lindina. En langamma mín á Dagverðará, hún Ingiríður, bað pabba oft að koma með vatn úr lindinni handa sér ef hann skrapp út að Hellnum, en stundum gleymdi hann því eða nennti því ekki og tók þá vatn úr Dagverðaránni á heimleiðinni. Langömmu varð gott af og varð 99 ára. (Sögn Ólínu Gunnlaugsdóttur, Ökrum)

 

© Lýsuhólsskóli 2014