Foss

5. Álagablettur á Ölkeldu


Álfasteinar við Litlu-Furu

Það er sagt að á bænum Fossi séu álfasteinar við ána Litlu-Furu. Sagt og hávaða þá komi huldufólkið og dragi mann inn í klettana.er að ef maður sé með læti

 

Músarbyljir

6. Musarbylir

Einn músarbylur er sagt að hafi orðið þegar Latínu Bjarni dó er var nafntogaður galdramaður. Annar músarbylur átti að hafa orðið þegar Jón, faðir Hnausa Jóns, dó. Hann bjó á Fossi í Staðarsveit og var sagt að hann ætti flæðarmús er hann geymdi í hveitistokk. En þegar hann var að bana kominn lét hann fleygja stokknum með öllu saman í á eina hjá bænum sem Litla Fura heitir. Átti þá músin að hafa brotist úr stokknum og leitað til sjávar og æst hann svo ógurlega nóttina milli hins 8. og 9. janúarmánuðar 1799 að stórskemmdir urðu á Suður- og Vesturlandi. Það var mælt að Hnausa Bjarni hefði sagt þegar menn voru að tala um hvílík ókjör hefðu gengið á þegar faðir hans dó að ekki mundi minna veður verða þegar hann dæi því Bjarni þóttist ekki minni kunnáttumaður en faðir hans.

 

© Lýsuhólsskóli 2014