Laugarbrekka

                                                                                 Vigfús í Þrengslabúð og tröllkonan

Vigfús í Þrengslabúð og tröllkonan

Vigfús Helgason bjó í Þrengslabúð við Hella. Þegar kaupstaðarferð var farin var oft styttri leið með að ríða Jökulháls og lá sú leið til Ólafsvíkur. Einu sinni fór Vigfús í kaupstaðinn. Þegar hann kom upp á hálsinn kom til hans tröllkona og tók að teyma hest hans upp í jökulinn. Vigfúsi leist ekki á hana og skar á hönd hennar svo hún sleppti beislisstöngunum. Hún hristi á eftir honum höndina svo blóðið settist á lend hestsins og á hnakklepp Vigfúsar og lagði á hann óhamingju og ætt hans. Orð hennar urðu að áhrínsorðum því seinna lenti Vigfús í óþokka málaferlum. Ásgrímur sonur Vigfúsar var prestur að Laugarbrekku í Hellnaþingum. Hann var skáld en orti jafnast níð og háðglettur. Hann var kallaður Ásgrímur illi.

http://sagnagrunnur.razorch.com/index.php?target=myth&id=7768

 

© Lýsuhólsskóli 2014