Langaholts Þóra
Ásmundur nam land milli Furu og Lýsu og bjó í Langaholti. Hann átti Langaholts- Þóru. Þegar Ásmundur varð gamall flutti hann að Öxl , en Þóra varð eftir í Langaholti og lét gera skála sinn um þvera þjóðbraut og lét þar jafnan standa borð, en hún sat úti á stóli og laðaði þar að gesti, hvern er mat vildi eta.