Neðri-Hóll

Sögur aðþrengdrar bóndakonu

15.júníNeðri-Hóll

Saga aðþrengdrar bóndakonu, #1: Hér var illilega farið út fyrir rammann bæði í gær og í dag, Gadget boy og börnin eiga skildar orður fyrir þolinmæðina. Kom að kú sem nýbúin var að bera.. fór á yfirsnúning af stressi... keyrði traktor og aftengdi haugsugu... fór á yfirsnúning af stressi... byrja aftur að massa bíla... þurfti að rifja upp frá A til Ö... börnin??? stóðu öll úti og klöppuðu þegar ég skröltist í fyrsta gír upp afleggjarann.

20.júní

Saga aðþrengdrar bóndakonu, #2: Hvað gerist þegar hundur skítur í hátt gras? Nú, skíturinn sést ekki. Og hvað gerist svo þegar dugnaðar húsmóðir vopnuð bensínorfi fer og slær sama gras???

22.júní

Saga aðþrengdrar bóndakonu, #3: Ég hef kennt börnunum alla þeirra ævi að hugsa áður en þau gera eitthvað eins og að ýta á takka bara til að prófa. Nú var bóndinn á heimilinu að nota rúlluvélina í fyrsta skipti. Ég þurfti auðvitað að fylgjast með og skipta mér af og ... ýtti á takka... ja, málin enduðu þannig að við urðum að velta því sem var komið úr vélinni og hann er enn að gera við vélina. Ég er fyrir framan hrærivélina (kann sko á hana).

11.júlí

Saga aðþrengdrar bóndakonu #4: Hér skal gelluháttum flíkað áfram svo ég málaði mig áður en ég fór að gefa nautum og kálfum í morgun. Held að einu nautinu hafi fundist ég eitthvað skítug, allavega fékk ég tunguna þvert yfir andlitið þegar ég var að gefa því tuggu... maskarinn er „by the way“ vatnsheldur og slefheldur.. þökk sé Lancome.

15.sept

Raunasaga aðþrengdrar bóndakonu #5. Ég gleymdi að taka myrkfælnina með í reikninginn þegar ég flutti í sveit. Það er EKKI góð skemmtun að rölta við fjósið og heyra dynki, finna jörðina titra undan fótunum og sjá eitthvert svart hrúgald koma á fullri ferð út úr myrkrinu.. og það rétt við staðinn sem Galdra - Loftur var dreginn niður í djúpið. Ég lifði af og Kolbrún og Sólbrún, holdanautkvígur, náðu rétt á eftir mér inn í fjósið og birtuna.

22.sept

Raunasaga aðþrengdrar bóndakonu #6 Við fórum aftur í smölun í dag og eins og vanalega með labbrabb tæki. Ég týndi mínu eftir harða viðureign við nokkra hrúta og bað Íu um að hjálpa mér að finna það. Hún sagði strax: ekkert mál, ég kalla bara á það úr mínu tæki, og ég horfði auðvitað hneyksluð á hana og benti á að tækið gæti nú ekki svarað!! Mín horfði ofurrólega á mig og útskýrði hægt og rólega að kannski gæti ég nú samt runnið á hljóðið og fundið tækið ef það myndi heyrast í því....

 

7.okt

Raunir aðþrengdrar bóndakonu #8: Ég hef verið gífurlega stressuð við að finna mér mastersritgerðarefni. Bóndinn hefur greinilega hugsað sér að gefa mér shock treatment þar sem hann bað mig að aðstoða sig "aðeins" í geldneytastíunni. Upp komið réttir hann mér heygaffal og þar sem ég stend ein með 5 metra langan gang fyrir framan mig sleppir hann 3 nautum úr stíunni yst á ganginum. Þar sem þau æða á móti mér (í huganum voru þau auðvitað á fleygiferð) fann ég hversu litlu máli mastersritgerð skiptir þegar lífið er annars vegar!

10.nóv

Raunir aðþrengdrar bóndakonu #9: Nú er smíðavinna á fullu í hlöðunni og bóndakonan mætti í vinnugallanum með hamar og hjólsög. Einn naglinn vildi þó ekki niður sama hversu mikið ég lamdi... eftir þó nokkur högg leit ég niður til að athuga hvort leyndist kvistur. Neibb.... en naglinn sneri hausnum niður og oddinum upp....

13.des

Raunir aðþrengdrar bóndakonu #10... Nautkálfarnir okkar eru flestir kollóttir, enginn með horn en nokkrir með hnýfla, sem eru pínulítil sýnishorn af hornum. En í dag lærði ég að vanmeta ekki stærðir. Þar sem ég beygði mig niður með rassinn að krúttlega nautkálfinum ákvað hann að hjálpa mér að komast hratt yfir... með hausnum.... fína bóndakonan er nú með aumt rófubein.

2.jan

Raunasaga aðþrengdrar bóndakonu #11
Eins og allir vita er gott að byrja nýtt ár með stæl svo mín fór í fjósið með fallegan juicy tube gloss á vörunum að þrífa kóngulóarvef af veggjum og lofti. Allskonar óhreinindi duttu niður en áfram var þrifið og mig farið að klæja í andlitið... og kitla í varirnar. Svo ég gerði hlé á þrifunum og úr hönskunum til að klóra... KÓNGULÓNNI... sem sat föst í glossinum....

24.mars

Raunasaga aðþrengdrar bóndakonu #12. Mjaltirnar ganga sinn vanagang og ég farin að sitja á hækjum mér að þrífa spenana. Stígvélin eru farin að gefa sig eftir allt þetta beygjerí og komin göt hér og þar. Þar sem ég hálfkrýp við eina kúna finn ég að það hlýtur að vera komið extra stórt gat á botninn á stígvélinu þar sem ég rennblotna í fótinn... en svo hitnar mér allri svo líka.... svo ég lít upp og er ekki belju** að pissa ofan í stígvélið mitt (göt á hliðinni)....


© Lýsuhólsskóli 2014