Staðarstaður

 

                                                                                    Granagarður

Granagarður

Eftir endilangri Staðarsveit liggur melhryggur sem kallaður er Ölduhryggur. Um hann lá alfaravegur. Sagt er að Grani bóndi á Staðastað eða Stað á Ölduhrygg, eins og prestsetrið hét áður, hafi verið bæði ágjarn og auðugur. Sá hann að hann gæti auðgast af vegtollum en alfaraleið lá um landareign hans. Reisti hann mikinn torfgarð sem náði frá sjó og upp að langavatni, svonefndan Granagarð.  Á garðinum hafði hann hlið og innheimti þar toll af vegfarendum, Granatoll.
Grani varð ekki vinsæll af þessu uppátæki sínu og einn morguninn fannst hann hangandi í snöru á öðrum hliðstólpanum, dauður.

Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson var á vísitasíuferð löngu síðar varð honum að orði þegar hann kom að garðinum: „Það var fyrir fisk að þessi garður var ull“. Sagt er að leifar garðsins sjáist enn í dag.




                                              Guð launar fyrir hrafninn

guð launar fyrir hrafnin

Einu sinni fór maður frá Staðarstað út að Búðum. Á heimleiðinni fann hann grásleppu sem hann lét í poka sinn. Vinnumenn frá Staðarstað vour í veriog lágu við út í Lágubúðen voru þá á sjó því vertíð var nýbyrjuð réru fyrsta vertíðarróður um daginn. Þegar maðurinn fór heimleiðis reið hann hjá sjóbúðunum í Lágubúð og sátu tveir hrafnar á Staðarbúðinni. Virtist manninum sem annar hrafninn bæði sig um bita og minnti hann á það sem hann hafði í pokanum. Hann gaf hrafninum bita af grásleppunni. Síðan spurði hann krumma hvort þeir myndu afla vel í dag, Staðarpiltar. Krummi kvað þá munu veiða tvær vænar lúður. Um kvöldið fór maðurinn með tvo reiðingshesta til að sækja aflann til vermanna og höfðu Staðarpiltar fengið um daginn tvær mjög stórar lúður.

http://sagnagrunnur.razorch.com/index.php?target=myth&id=1526

 

                                                                         

© Lýsuhólsskóli 2014