Aðalsíða                                                                                    

9. júní 2020

Þá er komið að lokum þessa skólaárs. Þann 5. júní voru skólaslit Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla. Þetta vorið útskrifuðust fjórir nemendur frá skólanum: Bergur Már Sigurjónsson, Guðrún Elín Kristjánsdóttir, Nanna Líf Kjartansdóttir og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson. Skólinn óskar þeim velfarnaðar.


4. júní 2020

Nemendur Lýsuhólsskóla komu heim í gær úr þriggja daga skólaferðalagi um Suðurland.

IMG 2755


20.maí 2020

Við höfum nú hafist handa við vistheimtarverkefni á skólalóðinni þar sem við græðum upp vegkant norðan skólans. Verkefnið er í fyrstu rannsókn á því hvaða húsdýraáburður hefur besta verkan í uppgræðslu með þeim gróðurtegundum sem hafa náð að vaxa upp úr mölinni í vegkantinum. Búið er að mæla og reita fimm rétthyrningslaga svæði. Í einum reit er enginn áburður og sá er til viðmiðunar fyrir árangur í gróðurheimtinni. Hinir fjórir skarta kúamykju, sauðfjártaði, hænsnaskít og hrossaskít, hver tegund í sínum reit. Gróðurrannsóknir voru gerðar á reitunum áður en skíturinn fór yfir. Það er héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi, Iðunn Hauksdóttir, sem setur fram verkefnislýsinguna og hafði umsjón með framkvæmdinni ásamt Rannveigu Magnúsdóttur frá Landvernd sem hefur þróað leiðbeiningar og námsefni fyrir vistheimt. Við þökkum þeim kærlega fyrir. 

Nemendur stóðu sig frábærlega og vinna þeirra við reitina og þátttaka í rannsókninni var algjörlega til fyrirmyndar frá upphafi, að mæla út reiti, til loka, að mylja og smyrja húsdýraáburði á reitina.

En verkefninu er síður en svo lokið. Það er rétt að byrja og við hlökkum til að skoða og rannsaka, við upphaf næsta skólaárs, hverju tilraunin hefur skilað.

DCIM\100MEDIA\DJI_0017.JPG
10. febrúar 2020

Í dag fengum við í heimsókn Aðalbjörgu Egilsdóttur frá Earth Check verkefninu á Snæfellsnesi. Hún fræddi nemendur í 5.-10. bekk um umhverfismál og fór yfir breitt svið þess efnis. Einn nemandi sagðist, af mikilli ánægju, hafa lært meira í dag en á allri sinni ævi og má hafa til marks um hversu fræðandi og skilvirk yfirferð Aðalbjargar var.

Við þökkum henni kærlega fyrir komuna :)21. desember

Gleðileg jól og þökkum fyrir árið sem er að líða.

Starfsfólk Lýsuhólsskóla.

Hér er slóð á jólamyndbandið þetta árið og myndir frá litlu jólunum.


17. desember

Kári Viðarsson leikhússtjóri Frystiklefans með meiru kom hér og hélt námskeið fyrir nemendur Lýsuhólsskóla síðastliðinn föstudag. Allir nemendur skólans tóku þátt og höfðu bæði gagn og gaman af.

Kæra þökk fyrir komuna Kári.

IMG 2240


18. Nóvember

Dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember. Við höldum upp á hann í dag með því að klæðast betri fötum og hlusta á ljóðalestur nemenda í 5. til 6. bekk.
4. nóvember

Danskennsla

Dagana 30. október til 1. nóvember var Daði Freyr Guðjónsson, danskennari, hjá okkur með námskeið fyrir alla nemendur. Danssýning var haldin í lok námskeiðsins og nemendur sýndu snilldartakta í dansinum. Við þökkum Daða og krökkum fyrir dans, gestum kærlega fyrir komuna og látum fylgja grettumynd sem tekin var að sýningu lokinni.


22. október 2019

Allar deildir Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa nú unnið að verkefninu Menningarmót - fljúgandi teppi, þar sem nemendur skilgreina sig og tjá sína eigin menningu með þrennum hætti: Sól- hvað fær mig til að ljóma, tímalína þar sem hugstæðir atburðir úr lífi þeirra koma fram og fjársjóðskista sem geymir hluti sem eru táknrænir fyrir líf þeirra og áhugamál. Verkefnið endar á Menningarmóti þar sem foreldrum og fleira fólki er boðið að koma og sjá afraksturinn, nemendur sitja fyrir svörum og túlka og tjá sín verkefni.

Nemendur Lýsudeildar héldu sitt Menningarmót mánudaginn 21. október og heppnaðist afar vel. Kór skólans flutti söngatriði undir stjórn Rúnu, tónmenntakennara. 

Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í að gera samkomuna áhugaverða og skemmtilega, gesta, starfsfólks og nemenda. Nokkrar myndir fylgja hér en mun fleiri má finna inni á Flickr síðu skólans.

24. september

Nemendur sáðu spínatfræjum í lok ágúst og sjá um vökvun og umhirðu á plöntunum sem nú eru farnar að teygja sig vel upp úr moldinni. Nemendur sjá síðan líka um að uppskera og innbyrða þegar að því kemur.

IMG 2095
28. ágúst 2019

Á skólaslitum í vor fengum við góða gjöf frá fjölskyldunni í Syðri Knarrartungu en yngsta barnið á bænum var þá að útskrifast. Þar með lauk 30 ára samfelldum ferli fjölskyldunnar sem foreldrar skólabarna í Lýsuhólsskóla - í bili a.m.k. Gjöfin er veglegt sett af þrautalausnum þar sem unnið er með þyngdaraflið og hentar öllum nemendum skólans. Þetta eykur fjölbreytni við kennslu og hefur verið tekið í notkun.

Í gær, 27. ágúst, fóru nemendur í ferðalag til að kynna sér myndlistaverkefnið Umhverfingu. Farið var að Breiðabliki þar sem allar upplýsingar um verkefnið eru og listamennirnir kynna sig og á heimleiðinni var sýningin í hlöðunni á Staðastað skoðuð með leiðsögn Arnalds Finnssonar, sóknarprests.

IMG 203716. ágúst 2019

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 14:00.

Þeir sem vilja nýta sér skólabíla hafi samband við skólabílstjóra sem eru Agnar og Jóhanna á Lýsuhóli.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.


3. júní 2019

Skólaslit fóru fram föstudaginn 31. maí.  Í ár útskrifuðust þrír nemendur. Embla Sól Hilmarsdóttir, Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir og Jökull Gíslason. Við óskum þeim velfarnaðar út í lífið.24. maí 2019

Vikuna 20.-24. maí hafa nemendur verið í ýmsum ferðalögum. Vikuna á undan fóru nemendur 1.-4. bekk í sína ferð í Stykkishólm, m.a. í sund og gengu á Helgafell. Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í ævintýraferð í Skagafjörð þar sem klifrað var í klettum, raftað niður Jökulsá vestari og margt fleira. Nemendur í 5.-7. bekk fóru í siglingu um Breiðafjörð, skoðuðu Vatnasafnið í Stykkishólmi og gengu á Helgafell. Fimmtudaginn 23. maí þáðum við gott boð Laugargerðisskóla um að koma í heimsókn á sýningu BMX brós hjólakappanna, fara í leiki, sund og borða með þeim veislumat í hádeginu.

Í dag, 24. maí, fara nemendur 7. bekkjar í Salthús að hengja upp spjöld sem við tókum heim í skóla til viðgerðar. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Snæfellsbæjar fara á Snæfellsjökul í boði Summit guides ferða. Ferðin sú er liður í átthaganámskrá skólans.


20. maí 2019

Miðvikudaginn 15. maí voru haldnir vortónleikar tónlistarnemenda. Nemendur léku af snilld, ýmist einleik eða í samspili og í lokin spilaði og söng níu manna hljómsveit. Mjög gaman var að hlýða á. Einnig var haldin vorsýning á handverki og listaverkum nemenda og myndum úr Salthúsi frá allra þjóða gestum þar. Áheyrendur og -horfendur fylltu sal og sýningu. Við þökkum kærlega fyrir komuna.

Image 20-05-2019 at 10.30.jpg


Fimmtudaginn 16. maí fengum við Sigurð Guðmundsson frá Ungmennafélagi Íslands með félagsmálanámskeiðið “Sýndu hvað í þér býr.” Nemendur í 7.-10. bekk tóku þátt í því og fengu mikið hrós. Bestu þakkir til Sigurðar og UMFÍ.

6. maí 2019

Í dag fóru nemendur 5.-7. bekkjar að Malarrifi til að huga að sýningu skólans sem er í Salthúsinu. Tekið var til og lagað sem laga þurfti. Einnig voru nokkur upplýsingsspjöld tekin heim til viðgerða. Annars er aðdáunarvert hversu vel er gengið um sýninguna og ekkert tekið eða skemmt. Hittum þjóðgarðsvörðinn, Jón Björnsson, sem gaf okkur  tvenns konar kort til eignar, annað um gönguleiðir í þjóðgarðinum og hitt um þjóðgarðinn og friðlönd í nágrenninu.

Takk fyrir okkur10. apríl 2019

Vorferðin í fjöruna hjá Ósakoti var farin í gær. Katrín Sóley frá Umhverfisstofnun fékk aðstoð frá nemendum yngstu deildar og tveimur eldri leikskólastúlkum en við erum í samstarfi við Umhverfisstofnun og tvisvar á ári fara nemendur ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnun í fjöruna við Ósakot að tína og flokka rust sem safnast saman á afmörkuðu svæði.

9. apríl

Í gær fengum við, sem oftar, Sigurð Narfason í Hofi til að hressa upp á skákkunnáttu og áhuga nemenda. Jakob sonur hans, og fyrrverandi nemandi skólans, kom með sem aðstoðarþjálfari. Allir tefldu og gekk þetta litla skákmót ákaflega vel fyrir sig. Við þökkum Sigurði og Jakobi kærlega fyrir komuna.
1. apríl

Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin laugardaginn 30. mars. Allir nemendur leikskólastigs og grunnskóla tóku þátt. Leikskólastigið breyttist í sjóræningja í skuggaleikhúsi og lék og söng einnig fyrir framan tjald. Yngsta stig brá sér í ýmis gervi með nokkra brandara og lék og söng Tölvuleikinn, ljóð Þórarins Eldjárns við lag Ágústs Böðvarssonar. Nemendur mið- og unglingastigs fluttu leikritið Ballið á Bessastöðum eftir sögu og leikgerð Gerðar Kristnýjar en söngtextar og lög eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Áhorfendur fylltu salinn, gerðu góðan róm að skemmtidagskrá og veitingum góð skil en foreldrafélagið sá um kaffihlaðborð að venju. Þar buðu nemendur einnig kransakökur sem þeir höfðu bakað í heimilisfræði og tengdu þar með hlaðborðið við leikritið Ballið á Bessastöðum sem snýst að stórum hluta um kransaköku.

Fjölmargir lögðu hönd á plóg við búninga- og leikmunagerð og tæknimál og eru þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir framlagið. Einnig foreldrafélaginu fyrir glæsilegt kaffihlaðborð og gestum fyrir komuna.7. janúar

Gleðilegt nýtt ár

Nýr matseðill á vefnum


20. desember.

Í dag eru litlu jólin hér í skólanum og eftir dagskrá sem inniheldur tónlist og leikþætti fara nemendur sem og starfsfólk skólans í jólafrí. Kennsla hefst að nýju þann 7. janúar 2019.

Við óskum öllum gleðilegra jóla


13. desember 

Hin árlega heimsókn nemenda í Samkomuhúsið á Arnarstapa heppnaðist vel og áttu þeir notalega stund við kakódrykkju og smákökuveitingar í léttri jólastemmingu. Kæra þökk Ólína og Guðný.

Það þótti við hæfi að kasta jólakveðju á Bárð Snæfellsás í leiðinni.


3. desember

Áttundi Grænfáninn í G.Snb. Lýsuhólsskóla 

Þann 24. nóvember flögguðu nemendur og starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla, sínum áttunda Grænfána en skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein frá því að til þess var stofnað á Íslandi árið 2001. Umhverfissamtökin Landvernd hafa haldið utan um verkefnið frá upphafi og gera enn. 

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem menntar nemendur víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar sem uppfylla viðmið verkefnisins fá afhentan Grænfána til tveggja ára í senn en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir umhverfismenntun í skólum.  

Þemu sem G.Snb. Lýsuhólsskóli hefur lagt áherslu á síðastliðin tvö ár eru átthagar, landslag og úrgangur/rusl og fjölmörg verkefni hafa verið unnin í tengslum við þau. Skólinn fær fánann fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu. 


1. nóvember 2018

Við höfum sótt um nýjan Grænfána, þann áttunda í röðinni. Síðastliðinn þriðjudag, 30. október, komu fulltrúar frá Landvernd, sem sjá um verkefnið Skólar á grænni grein, og fóru yfir umsóknina okkar og stöðu mála. Niðurstaðan var sú að við ættum svo sannarlega skilið að fá nýjan fána og nú liggur fyrir að finna afhendingardag. Mjög fáir skólar hafa verið svo lengi samfellt í Grænfánastarfi að þeir eigi svo marga fána að baki en fáninn er veittur til tveggja ára í senn. Hér fyrir neðan má sjá nýjan umhverfissáttmála sem nemendur unnu nú á dögunum og var orðið tímabært að endurnýja þann sem fyrir var. Sáttmálinn var hengdur upp á svæði, myndavegg, þar sem við tilgreinum þemu eða áherslur og söfnum saman myndum af umhverfisverkefnum okkar. 

Þess má geta að landshlutafundur Skóla á grænni grein á Vesturlandi var haldinn hér í skólanum þennan sama þriðjudag.

IMG 1234
IMG 1235


17. september 2018

Margt hefur verið brallað hér í Lýsuhólsskóla undafarna daga og hér á eftir (eða neðan) verður farið yfir það helsta.

IMG 1066 copy

Berjaferð

Hin árlega berjaferð var farin 6. september síðastliðin og var farið í hraunkantinn á Háahrauni í landi Dagverðarár og að berjatínslu lokinni skoðuðum við flugbrautina á Dagverðará.

Síðan lá leiðin í Samkomuhúsið til Ólínu og Guðnýjar og þar var slegið upp pulsuveislu og nemendur léku sér úti í góða veðrinu vel og lengi. Í Samkomuhúsinu barst í tal aðstaðan til steinhöggs í Stapagili og þangað lögðum við leið okkar og skoðuðum úthöggna steina og steina í vinnslu. Héldum síðan heim á leið.

IMG 1112.jpg

Gróðurhús

Við höfum haft það sem verkefni miðdeildar á haustin að sá spínati í gróðurhúsinu og það verður væntanlega á borðum í matsalnum upp úr miðjum október. Nú standa yfir viðgerðir á lóninu í Stubbalækjarvirkjun en það var farið að leka óhóflega mikið enda orðið 13 ára gamalt, sennilega komið með unglingaveikina.

IMG 1116


Gengið á Búðaklett

Mánudaginn 17. september skelltum við okkur í löngu fyrirhugaða ferð á Búðaklett. Farið var yfir nokkur atriði í sögu Búða og jarðfræði og gróðurfar Búðahrauns. Gangan gekk vel í alla staði, við kíktum líka inn í Búðahelli og svo höldum við að við höfum fundið arnarfjöður uppi á klettinum.21. ágúst 2018

Góðan dag

Við minnum á skólasetningu kl. 14 á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst.

Reiknað er með að nemendur mæti í fylgd með forráðamönnum, molasopi í boði.

Vinsamlegast hafið samband við skólabílstjóra ef þörf er á.

Matseðill á vefnum og í tölvupósti


16. ágúst 2018

Skólasetning í Lýsuhólsskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 14. Skóladagatal er á heimasíðum gsnb.is og lysuholsskoli.vortex.is

4. júní 2018.

Þá er þessu skólaári að ljúka. Skólaslit fóru fram föstudaginn 1. júní. 

Að þessu sinni útskrifuðust þrír nemendur úr 10. bekk: Björn Ástvar Sigurjónsson, Jakob Roger Bragi Sigurðsson og Sóldís Fannberg Þórsdóttir. Starfsfólk G.S. Lýsuhólsskóla óskar þeim alls hins besta á nýjum vettvangi.

Gott og farsælt sumarfrí! Skólasetning fyrir næsta skólaár verður 22. ágúst. 


25. maí 2018

Margt hefur verið gert síðustu daga. Fyrst ber að nefna Vorhátíðina með tónleikum nemenda og sýningu á handverki þeirra þennan veturinn. 

Nemendur 9. og 10. bekkjar fóru í námsferð á slóðir Bárðar Snæfellsás og buðu 6.-8. bekk með. Farið var á staði sem tengdust Bárðar sögu og nemendur í 9. og 10. bekk sögðu hver frá sínum stöðum, voru leiðsögumenn í ferðinni. Hér eru nokkrar myndir frá þessum viðburðum.11. maí 2018

Stíflan brast þá er bara að gera við.25. apríl 2018

Í dag er dagur umhverfisins. Af því tilefni hreinsuðu nemendur skólalóðina og afraksturinn sést fyrir framan pallinn. Ruslið var síðan flokkað eftir föngum og því komið í réttar tunnur. Hjólkoppurinn er af Benz bifreið ef einhver skyldi sakna.


18. apríl 2018

Á morgun, fimmtudaginn 19. apríl, á sumardaginn fyrsta, er frí í skólanum.

Gleðilegt sumar J


16. apríl 2018

Árshátíð 2018 eldri

Árshátíðin var haldin föstudagskvöldið 13. apríl. Af mikilli leikgleði, fyrir fullum sal áhorfenda, léku nemendur þau leikverk sem tilgreind eru hér að neðan og heppnuðust þau með ágætum. Að dagskrá lokinni bauð foreldrafélagið til kaffisamsætis að venju og var þetta hin ánægjulegasta kvöldstund. Við þökkum áhorfendum fyrir góðar undirtektir og samveru.

Árshátíð 2018 yngri
Árshátíð 2018 leikskóli12. apríl 2018

Árshátíð Lýsuhólsskóla er á dagskrá annað kvöld, föstudagskvöldið 13. apríl og hefst kl. 20:00. Nemendur flytja leikverk og í boði er kaffihlaðborð sem foreldrar og nemendur sjá um.

 

Aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir þá sem komnir eru af grunnskólaaldri en frítt fyrir yngri.

Enginn posi er á staðnum svo vinsamlegast hafið með ykkur lausafé.

Einnig verður hægt að leggja aðgangseyrinn inn á nemendasjóð:

0194-05-4012, 671088-6119

 

Þeir sem leggja inn eru vinsamlegast beðnir um að senda kvittun á netfangið lyssk@vortex.is

 

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, allir velkomnir.

6. apríl 2018

Við tökum þátt í verkefni sem heitir Rusl á ströndum sjá nánar hér. Að þessu sinni fóru nemendur 1.-6. bekkjar og aðstoðuðu starfsmenn Umhverfisstofnunnar við tínsluna, Skemmst er frá því að segja að ekkert rusl fannst að þessu sinni.7. febrúar 2018

Síðastliðinn föstudag var haldin danssýning nemenda Lýsuhólsskóla. Ásrún Kristjánsdóttir dvaldi hér í þrjá daga og kenndi nemendum dans.

Þetta er fastur liður í skólastarfinu og fastheldnin er slík að Ásrún hefur komið hingað hátt í 30 ár nánast samfellt. Frábært að fá hana og kærar þakkir fyrir þrautseigjuna Ásrún.


17.janúar 2018

Hreint haf - ungt fólk gegn plastmengun í hafi er þróunarverkefni Landverndar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Afrakstur verkefnisins verður námsefni um plastmengun í hafi. Umsjón með verkefninu hafa Rannveig Magnúsdóttir og Margrét Hugadóttir. 

Þær Margrét og Rannveig voru á ferð hér ásamt Dominika Skwarska 9. – 10. janúar sl. þar sem þær fylgdu verkefninu úr hlaði í deildum skólans, könnuðu þekkingu nemenda á málefninu, fræddu þá og fengu hjá þeim hugmyndir eftir ýmsum leiðum. Málefnið er afar brýnt og áhugavert, nemendur stóðu sig vel og voru duglegir að taka þátt og gefa af sér til verkefnisins. Við þökkum kærlega fyrir þarft og gott innlegg í skólastarfið, sett fram á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.

Skautadagur

8. janúar 2018

Síðastliðinn fimmtudag fóru allir nemendur skólans á skauta á Vatnsholtsvatni. Leikið var á svellinu í tvo tíma og endað á kakói og piparkökum hjá Rósu í Votalæk. Frábært veður og góð útivera.3. janúar 2018

Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna.

Starfið hafið þetta árið. Matseðillinn komin á sinn stað. Minnum á skautaferðina á morgun.

12. desember 2017

Nemendur skólans fóru í hina árlegu jólaheimsókn í samkomuhúsið á Arnarstapa. Þar tók á móti þeim Guðný í Knarrartungu að þessu sinni. Börnin undu sér vel við að skoða gamalt jóladót, leikföng, bækur og spil, gæddu sér á piparkökum og nýbökuðum pönnukökum. Afar notaleg jólastemming. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

IMG 0166


4. desember 2017

Nýr matseðill.


28. nóvember 2017

Jólaföndurdagur í Lýsuhólsskóla er laugardaginn 2. desember og dagskráin hefst kl. 13. Sjá auglýsingu í viðhengi.

Litlu jól og jólatónleikar nemenda Tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða miðvikudaginn 20. desember og hefjast

 kl 13. Nemendur stefna að því að selja skólablað og halda tombólu til styrktar góðu málefni. 

 Allir eru hjartanlega velkomnir á báða þessa atburði

og við vonumst til að sjá sem flesta.


22. nóvember 2017

Nú er veturinn kominn með öllu tilheyrandi. Enginn skóli í gær vegna óveðurs og ófærðar. En það eru líka ljósir puntar eins og skaflar og fleira sem gleðja börnin. En spínat í gróðurhúsinu lætur ekkert bíta á sig og er sótt í allar máltíðir eins og þessi mynd sýnir.


15. nóvember 2017

Þann 9. nóvember var haldin tæknimessa á Akranesi. Nemendur 8.til 10. bekkjar fóru þangað og höfðu bæði gagn og gaman af. Hér eru myndir frá ferðinni og ein af snjónum sem er mættur nemendum til mikillar gleði.

IMG 1431
IMG 3970
IMG 832931.október 2017

Sláturgerð í Lýsuhólsskóla

 A311892


11.október 2017

Við erum í samstarfi við Umhverfisstofnun og tvisvar á ári fara nemendur ásamt fulltrúa frá umhverfisstofnun í fjöruna við Ósakot að tína og flokka rust sem safnast saman á afmörkuðu svæði. Þetta er norrænt verkefni sjá lýsingu hér

IMG 4639
IMG 9122


2. október 2017 

Í haust hafa nemendur 1.-4. bekkjar unnið jarðfræðiverkefni um jörðina og himintunglin. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan. Vel gert krakkar.


Berjaferð var farinn 7. september. Farið var í hraunkantinn í landi Dagverðarár til að tína. Síðan var farið í Samkomuhúsið til hennar Ólínu að venju. Hin skemmtilegasta ferð.


mynd 2

29. ágúst 2017

Í dag tóku nemendur skólans þátt í Noræna skólahlaupinu. Flestir fóru 5 km og fjórir hraustir 10 km.

Vakin er athygli á uppfærðu skóladagatali og matseðli hér á vefnum.

skólahlaup1
skólahlaup2


24. ágúst 2017

Þá er skólastarf hafið þetta haustið í blíðunni. Fyrsti matseðillin er kominn á sinn stað og vakin er athygli á að nemendur verða keyrðir heim fyrr á morgun kl. 12:15.   Skólasetning verður 22. ágúst. Hafið það gott í sumar. Starfsfólk Lýsuhólsskóla.

7. júní 2017

Síðastliðinn föstudag, 2. júní, fóru fram skólaslit í GSNB Lýsuhólsskóla. Að þessu sinni útskrifaðist einn úr 10. bekk, Sara Dögg Sigurðardóttir. Henni fylgja allra bestu óskir um velgengni á framtíðarbraut.

_602185631. maí 2017

Þessa dagana eru nemendur á ferð og flugi um átthagana. 30. maí fóru nemendur 7.-10. bekkjar að Malarrifi og huguðu að sýningunni í Salthúsinu, þrifu húsið og endurbættu það sem betur mátti fara. Nýttu ferðina líka til að fara að Lóndröngum og upp að Bjarnarfossi. 1.-4. bekkur fór í heimsókn að Neðra-Hóli og skoðaði lömbin, fjöruna og margt fleira.

Þann 29. maí fóru allir grunnskólanemendur í Lýsuhólsskóla í átthagaferð í þorpin í norðanverðum Snæfellsbæ. Þeir fengu að skoða sig um í Fiskiðjunni Bylgjunni þar sem Leifur tók vel á móti þeim. Hádegisverður var snæddur í mötuneyti G.Snb. í Ólafsvík. Að honum loknum tók Þóra Olsen á móti hópnum í Sjómannagarðinum á Hellissandi þar sem margt og mikið mátti skoða. Að lokum heimsóttu nemendur ráðhús bæjarins þar sem Lilja, bæjarritari, tók á móti þeim, sýndi þar vistarverur og sagði frá starfsemi í húsinu. Öllum þökkum við fyrir frábærar móttökur.


22. maí 2017

Þann 18. maí voru haldnir vortónleikar tónlistarskólanemenda í Lýsuhólsskóla og sama dag var vorsýning á handverki nemenda þetta  skólaárið. Fjöldi aðstandenda og velunnara skólans heimsótti okkur þennan dag, hlýddi á nemendur flytja skemmtilega tónlist, bæði sem einleikara og síðan saman í hljómsveit, röltu síðan um skólann og skoðuðu margvísleg verk nemenda og fengu veitingar. Þakkir til allra sem komu. Myndir frá þessum degi eru komnar inn á Flickr.


3. maí 2017

Þann 28. apríl veitti Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, viðurkenningu fyrir bestu verkefnin sem bárust í samkeppnina Varðliðar umhverfisins. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hannesarholti í Reykjavík en það hús lét Hannes Hafstein byggja fyrir sig árið 1915. Nemendur okkar hlutu verðlaun fyrir verkefni sem fólst í að setja upp sýningu í Salthúsinu á Malarrifi og þeim var falið af fyrrum þjóðgarðsverði, Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Efnistök voru frjáls en valið var að verkefnið segði frá lífi og störfum á svæðinu og tengdist náttúrufari, sögum og sögnum. Gestir geta, auk þess að fræðast og skoða, skrifað í gestabók, teiknað myndir og spilað fuglaspil. Ártúnsskóli í Reykjavík fékk einnig verðlaun fyrir mjög áhugavert og gagnlegt verkefni þar sem hvatt er til að draga úr plastnotkun.

Fleiri myndir eru hér25. apríl 2017

Nokkrir kaflar úr Íslendinga sögunni Eyrbyggju eru hluti af námi í átthagafræði og íslensku og nemendur í 8.-10. bekk hafa nú farið yfir þá. Einn þráður í sögunni fjallar um Björn Breiðvíkingakappa sem bjó á Kambi í Breiðuvík. Sigurður Hjartarson, sem á heima á Stóra Kambi í Breiðuvík og er fyrrverandi nemandi skólans, hefur tekið söguna um Björn upp á sína arma og flytur hana fyrir ferðamenn sem koma í hestaferðir á Stóra Kambi. Sagan verður ljóslifandi í flutningi Sigurðar og hann býr sig upp að sögutímans hætti sem gerir flutninginn enn áhugaverðari.

Við báðum Sigurð að koma í skólann og flytja Bjarnar þátt Breiðvíkingakappa fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Það var auðsótt mál, hann kom í gær, mánudaginn 24. apríl, í fullum herklæðum og vakti mikla lukku meðal nemenda og starfsfólks sem hlýddi og horfði á. Við kunnum Sigurði bestu þakkir fyrir.


18. april 2017

Umhverfisverkefni – Rusl á ströndum


Nemendur í 5.-10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla hafa tvisvar í vetur tekið þátt í verkefni um rusl við strendur. Þeir hafa farið með Jóhönnu Björk Weisshappel, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun, að hreinsa upp rusl á afmörkuðu svæði í fjöru hjá Ósakoti og tekið þátt í úrvinnslu þess, nú síðast þann 7. apríl. En hér fylgir stutt lýsing á verkefninu frá Jóhönnu Björk:


Rusl á ströndum

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum hér á landi sumarið 2016 í samstarfi við sveitarfélög, landeigendur og fleiri aðila. Fyrirfram afmarkað svæði er vaktað reglulega á hverri strönd og allt rusl flokkað, talið og skráð í samræmi við aðferðafræði OSPAR. Megin tilgangur vöktunarinnar er að finna út hvers konar rusl safnast fyrir á ströndum, reyna að finna uppruna þess og að fjarlægja ruslið. Um er að ræða strandir í Surtsey, Bakkavík á Seltjarnarnesi, Búðavík á Snæfellsnesi og á Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum.


28. mars 2017

Árshátíð nemenda G.Snb. Lýsuhólsskóla var haldin laugardaginn 25. mars. 

Sýnt var myndband frá ýmsum verkum leikskólanemenda, þ.á.m. brot úr ýmsum ævintýrum sem þau höfðu skellt sér í að leika s.s. Búkollu og Kiðlingunum sjö.

Nemendur 1.-4. bekkjar fluttu leikritið Systkinin og krummarnir sem byggir á þjóðsögninni um „að hrafninn launar fyrir sig“. Sigrún Katrín Halldórsdóttir bjó til leikgerðina. Í lokin flutti hópurinn, með söng, leik og hljóðfæraslætti, kvæðið um Krumma sem svaf í klettagjá.

Nemendur 7.-10. bekkjar léku leikritið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, með leik, söng og dansi eins og Ávaxtakörfunni tilheyrir. 

Að leik- og söngdagskrá lokinni var haldin tombóla til styrktar SOS barnaþorpum og gestir þáðu kaffiveitingar sem voru í umsjón foreldrafélags. Þess má geta að 31.000 krónur söfnuðust á tombólunni.

Árshátíðin var fjölsótt að venju og heldur meira en það, nánast húsfyllir. Gestir gerðu góðan róm að frammistöðu nemenda og kaffiborðinu góð skil.

Við þökkum kærlega öllum sem sáu sér fært að gleðjast með okkur þennan dag.


Minningargjöf um Guðmund Sigurmonsson, fyrrverandi skólastjóra Lýsuhólsskóla

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli fékk á dögunum styrk til minningar um Guðmund Sigurmonsson sem var skólastjóri  Lýsuhólsskóla á árunum 1976-2005. Gefendur eru Jónína Þorgrímsdóttir, ekkja Guðmundar, og kvenfélagið Sigurvon. Skólinn mátti ráða hvað keypt væri fyrir styrkinn og fyrir valinu varð að kaupa hljóðfæri til tónmenntarkennslu. Keypt voru nokkur stafspil, stundum nefnd sílófónar. Stafspilin henta einstaklega vel í hópkennslu, þau þarf aldrei að stilla og þau eru afar endingargóð.

Hljóðfærin voru formlega afhent og kynnt á árshátíð nemenda skólans, 25. mars 2017.

Við erum afar þakklát fyrir rausnarlegan styrk og ánægð með hljóðfærin okkar sem okkur finnst vera varanleg og viðeigandi minning um Guðmund Sigurmonsson.

30. janúar 2017.

Síðastliðinn fimmtudag var skákdagurinn. Í tilefni hans heimsótti Sigurður Narfason Hofi skólann og fór yfir skáklistina með öllum nemendum skólans. Kæra þökk Sigurður.13. janúar 2017

Lukum vikunni með danssýningu nemenda 1.-10. bekk. Það var að venju Ásrún Kristjánsdóttir sem kom og kenndi dans í þrjá daga.

Kæra þökk Ásrún

Foreldrar og aðstandendur fengu að vera með í lokadansinum.

6. janúar 2017

Þá er skólastarf hafið eftir jólafrí. Ýmislegt gerðist í desember 2016 sem ekki var birt hér en hæst bar afhending Grænfánans. Hér er frétt um það.

Sjöundi Grænfáninn

Við tókum á móti okkar sjöunda Grænfána þann 20. desember 2016. Caitlin Wilson, verkefnastjóri Grænfánaverkefnisins, afhenti nýjan fána.

Afhendingin fór fram á litlu jólum skólans og þá voru einnig haldnir jólatónleikar nemenda tónlistarskólans.

Til grundvallar þessari sjöundu Grænfánaveitingu lágu þættirnir lýðheilsa, úrgangur og átthagar.

Hér kemur yfirlit yfir helstu verkefni sem unnin voru í tengslum við þættina:

Lýðheilsa

Nemendur tóku þátt í Norræna skólahlaupinu 2015 og Sri Chimnoy friðarhlaupinu. Nemendur yngstu deildar tóku þemaverkefni tengt svefni og hollu mataræði og gerðu meðal annars svefnrannsókn yfir heila viku. Einnig veltu þeir fyrir sér hvaða matur er hollur og í hvernig hlutföllum fæðuflokkarnir eiga að vera á diskinum.

Vinna við skólagarðinn var endurvakin en garðurinn hefur legið í dvala í nokkur ár undirlagður af krossfífli sem yfirtekur flest sem reynt er að rækta. Leitað var til nærsamfélagsins um að aðstoða og vinna við þetta verkefni. Allir sem höfðu tök á því að vera með komu og unnu saman. Ákveðið var að sá höfrum í garðinn til jarðvegsbóta og uppskeru en sauðfé tók forskot á sæluna og gæddi sér á höfrunum um skólabyrjun þannig að ekki þurfti að sinna uppskerunni frekar.  Í ágúst er spínati og káli sáð í gróðurhúsinu, það vex ágætlega og er nýtt í mötuneytinu langt fram eftir hausti.

Nemendur unnu verkefni tengd matarsóun. Nemendur á yngsta stigi voru skráðir í keppnina Baráttan gegn matarsóun hjá Nordeniskolen.org var ætlunin að þeir vigtuðu matarleifar frá sínu borði í eina viku í janúar. Verkefnið vatt strax upp á sig og ákveðið var að allir, jafnt nemendur sem starfsfólk, myndu vinna saman. Markmiðið með því var að fá nemendur til að fá sér mátulega á diskinn, en þeir skammta sér sjálfir, því alltaf er hægt að nýta afgangana ef einhverjir eru. Eftir vikuna var ákveðið að halda áfram að vigta matarleifar og því var haldið áfram fram að skólaslitum.

Úrgangur/rusl

Hvers konar rusl finnum við í fjörunni? Hvernig komst það þangað? Af hverju er mikilvægt að takmarka það rusl sem fer frá okkur? Ákveðið svæði í fjöru fyrir neðan skólann var rannsakað og kom það öllum á óvart hversu mikið af ruslinu hafði ekki beina tengingu við sjávarútveg t.d. veiðafæri. Meðal þess sem fannst voru barnaleikföng, tanngómur og fjölmargir sígarettukveikjarar og nemendur veltu fyrir sér hvernig þeir hlutir hefðu komist í sjóinn eða fjöruna. Einnig fólst rannsóknin í því að afla upplýsinga um hversu langan tíma það tæki ruslið að eyðast upp í náttúrunni. Sýning var sett upp þar sem niðurstöður voru settar fram með myndrænum hætti og hefur hún vakið mikla athygli.

Nemendur tóku síðan þátt í rannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Rannsóknin felst í því að ákveðið strandsvæði í Staðarsveit er rannsakað með reglulegu millibili, rusl tínt og flokkað af mikilli nákvæmni. Nemendur aðstoðuðu sérfræðing Umhverfisstofnunar við verkið.

Átthagar

Stærsta verkefnið í þessum flokki var að nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla, ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, unnu að og opnuðu þann 2. júní 2016 sýningu í Salthúsinu á Malarrifi. Sýningin var unnin veturinn 2015-2016 að beiðni þáverandi þjóðgarðsvarðar, Guðbjargar Gunnarsdóttur. Guðbjörg óskaði eftir því að fá inn í Salthúsið verkefni sem höfðuðu til barna og væru unnin af börnum.

Í Salthúsinu gefur nú meðal annars að líta myndir af Lóndröngum með túlkun á því hvað þeir eru eða gætu verið, upplýsingar unnar úr viðtali við síðustu bændur og vitaverði á Malarrifi um búsetu og lífið þar. Upplýsingunum er komið fyrir á flettispjöldum og spjöldum í saltfisklíki. Kynjamyndir og tröll fá að njóta sín, leikföng barna í gamla daga eru til sýnis og hægt er að spila minnisspil og teikna myndir til að skilja eftir á töflu. Lögð var áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu við gerð sýningarinnar. Sýningin er enn á Malarrifi og stendur ótrúlega vel af sér gestagang og veðráttu.

 

En nú er komið að því að velja viðfangsefni og setja ný markmið í Grænfánaverkefni svo hægt verði að flagga nýjum fána að tveimur árum liðnum.         

         

22. desember 2016.

Bestu óskir um
Gleðileg jól
og farsæld á komandi ári
með þökk fyrir liðið 

Starfsfólk Lýsuhólsskóla. 

ps. Jólamyndbandið er hér.16 desember 2016.

Minnum á litlu jól í Lýsuhólsskóla þriðjudaginn 20. desember kl 13.

Dagskrá:

Jólatónleikar tónlistarskólanemenda.

Móttaka á nýjum Grænfána.

Atriði frá nemendum.

Verðlaunaafhending Ungmennafélags Staðarsveitar.

Kaffihlaðborð í boði foreldrafélags.

Nemendur selja skólablað til styrktar nemendasjóði og halda tombólu til styrktar börnum í Sýrlandi.

Enginn posi er á staðnum svo gestir eru beðnir um að koma hlaðnir lausafé.

Allir velkomnir, vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.


15. desember 2016.

Í gær 14.des. fóru nemendur og kennarar í hina árlegu jólaheimsókn í Samkomuhúsið á Arnarstapa. Þar hafði Ólína Gunnlaugsdóttir sett upp sýningu á munum frá liðinni jólatíð. Margt var að sjá og skoða og fengu nemendur að taka heim með sér bók eða muni til eigin nota eða gjafa. 

Heitt kakó og smákökur var einnig í boði ásamt ljúfum jólatónum.

Kæra þökk Ólína.

_C131179
_C131185
_C131175


2. desember 2016

Foreldrafélagið minnir á jólaföndurs- og piparkökudag í Lýsuhólsskóla á morgun, laugardaginn 3. desember.

Við hefjumst handa klukkan 13 og reiknum með að setjast að kaffihlaðborði, eftir vel unnin verk og frágang, fyrir eða um kl. 16.

 Dagskrá:

Skreytingar, sköpun, samvera, söngur, kaffitími :)

 Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.

 

Sjáumst!

_B221143

14.október 2016

11.-13. október 2016

Unnið úr þeirri fjölmenningu sem er á sveimi í kringum okkur

Viðfangsefni þemadaganna var:

1. að gera rannsókn á þjóðerni gesta sem skrifuðu í gestabók á sýningu skólans í Salthúsinu á Malarrifi og vinna úr myndum sem gestir hafa skilið eftir á myndatöflu sýningarinnar.

_A120919
_A120917


Niðurstöður voru settar fram í súluriti og á heimskorti. Gerð voru kynningarspjöld um viðkomandi lönd þar sem fram kemur m.a. fáni, þjóðarréttur, tungumál- valin orð í orðalista og einn listamaður valinn í hverju landi. Myndir voru flokkaðar eftir gerð og valið úr þeim til sýningar í skóla.

2. kanna hversu margt fólk af erlendu bergi brotið dvelur um þessar mundir við leik og störf í sunnanverðum Snæfellsbæ.

Niðurstöður voru settar fram sem kynning á viðkomandi löndum, m.a. einkenni (útlínur) lands, orðalisti og fleira.


Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur, 1.-10. bekkur, starfað í teymum kennara/starfsfólks og nemenda. 


Hópar og ver:

Tónlistarver: þar lærðu og æfðu nemendur lag/lög til að flytja á Fjölmenningarhátíðinni. Spænskur dans- og tónlistarmaður kom og söng og dansaði með nemendum.

_A110885

Tungumálaver:  Rannsókn og skráning á þjóðernum í nágrenninu, upplýsingaspjöld, orð og þýðingar á viðkomandi tungumálum.

_A110883

Skráning, talning og úrvinnsla úr gestabók (Salthús): til að telja gesti og flokka eftir þjóðernum fyrir súlurit og heimskort

Heimskort (Salthús): teiknað og merkt hvaðan gestir komu.

Flokkun mynda (Salthús): Velja til sýningar og setja að hluta til á rafrænt form.

_A120916

Að mati nemenda og starfsfólks gekk vinnan afar vel. Afraksturinn er til sýningar í matsal skólans og við hvetjum alla til að koma og skoða.

_A120922
7. október 2016

Síðastliðinn þriðjudag kom hingað starfsmaður Umhverfisstofnunar, Jóhanna Weisshappel. Hún vinnur að rannsóknarverkefni um ruslmengun við strendur landsins og var að fara á tiltekið rannsóknarsvæði í fjörunni austan við Ósakot að tína allt rusl sem hafði safnast þar saman. Nemendur 7.-10. bekkjar fóru með henni í þetta verkefni og hjálpuðu henni síðan að flokka og skrásetja afrakstur söfnunarinnar.

Hér má sjá myndir frá deginum og af þessari vinnu.
16.september 2016

Margt hefur á dagana drifið síðan hér var síðast ritað. 

Á degi íslenskrar náttúru var farið í ratleik með hjálp TurfHunt um næsta nágrenni skólans og ýmsar þrautir leystar.

Norræna skólahlaupið fór fram 1. september í ágætis veðri og hlupu allir nemendur skólans alls 87.5 km.

_8310826

29. ágúst 2016

Þá er skólastarf hafið og eitt af fyrstu verkefnum þetta haustið var að fara í berjaferð. Farið var í hraunkantinn í landi Dagverðarár til að tína ber. Síðan var haldið að Malarrifi til að huga að sýningu okkar í Salthúsinu; gestabók endurnýjuð og teikningar teknar heim ásamt því að endurnýja teiknigræjur og pappír. Og ekki má gleyma grilluðu pylsunum sem hurfu ofan í svanga nemendur á grillsvæðinu við Gestastofuna.

_8240815
_8240822
_8240818

23. ágúst 2016

Velkomin í skólann. Í dag skellur á skólahald með skólasetningu kl 14:00 í dag. Fyrsti námsdagurinn hefst á morgun kl 8:30.

8. júní 2016

Nú verður haldið inn í sumarið og ekki meira skrifað hér fyrr en í ágúst. Nýtt skóladagatal er hér og samkvæmt því verður skóli settur 23. ágúst. Höfum sett inn á fréttasíðuna síðu sem heitir Viðburðir Vorið 2016

Annars þökkum við fyrir veturinn og sjáumst í haust.

Starfsfólk Lýsuhólsskóla

31. maí 2016

Margt hefur drifið á daga nemenda og starfsfólks Lýsuhólsskóla síðan síðast var skrifað. Svo mikið að ekki hefur unnist tími til að skrifa um það. Það verður gert þegar um hægist en á meðan er hægt að skoða myndasíðuna okkar á flickr (tengill efst til hægri) höfum sett þar inn fjögur myndasöfn.

_5290718

9. maí 2016

Ragnhildur Sigurðardóttir hélt námskeið í fundasköpum fyrir nemendur skólans síðastliðin mánudag og síðan var haldinn aðalfundur Ungmennafélags Staðarsveitar í beinu framhaldi. Við þökkum Ragnhildi fyrir gott framlag til félagsmála.

19. apríl 2016

Ýmislegt hefur dregið til tíðinda síðan 4. apríl.

Fyrst ber að nefna danskennslu dagana 4.-6. apríl sem lauk með danssýningu nemenda. Það var að venju Ásrún Kristjánsdóttir sem kom og kenndi dans. Þökkum henni kærlega fyrir. Ungmennafélögin á svæðinu kostuðu kennsluna. Takk UMFS og UMFT.

_4050483

Upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin í Grundarfirði og þar sigraði Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir Knarrartungu.

Til hamingju.

_4050488

Og að lokum er hér skemmtileg mynd af vinnu nemenda í steinamálun sem unnin var úti í góða veðrinu einn daginn.

4. apríl 2016

14. mars 2016

Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin að kvöldi síðastliðins föstudags. Nemendur fóru á kostum og skemmtu sér vel við leikflutninginn. Ekki var annað að sjá og heyra en áhorfendur nytu kvöldsins. Við þökkum þeim fyrir komuna.

Myndir af viðburðinum eru komnar inn á myndasíðuna okkar á Flickr 

_3100383


10. mars 2016

Árshátíð Lýsuhólsskóla verður haldin föstudaginn 11. mars og hefst kl 20:00

 

Nemendur 1.-4. bekkjar flytja leikþátt um Gilitrutt.

Nemendur í 6.-10. bekk flytja stytta útgáfu af Kardemommubænum.

Leikskólabörn flytja atriði um Grísina þrjá.

Kaffiveitingar í umsjón nemenda- og foreldrafélags að dagskrá lokinni.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur en ókeypis fyrir fólk á grunnskólaaldri og yngra. Allur ágóði rennur í sjóð nemenda- og foreldrafélags.

Nemendur stefna að því að halda tombólu og safna fé fyrir gott málefni :)

Einn tombólumiði kostar 300 kr en tveir eru á tilboði á 500 kr.

Enginn posi er á staðnum þannig að lausafé þarf fyrir aðgangseyri og tombólumiðakaup.

 

19. janúar 2016

Í dag fengum við góða gesti. Kári í Frystiklefanum kom með tvo fjöllistamenn frá  Suður Afríku sem tóku nemendur skólans á sal og kenndu þeim dans og aðra hreyfilist. Kári afhenti síðan nemendum á unglingastigi árspassa á viðburði í Frystiklefanum. Þökkum Kára, Danny og Mark kærlega fyrir komuna.

_1180280
_1180283


17. desember 2015

Litlu jólin voru haldin í dag þrátt fyrir frekar slæmt veður. Mjög góð mæting var samt sem áður og skemmtu allir sér hið besta við ljúfa tóna nemenda og önnur atriði. Jólamyndband 6.-7. bekkjar er komið á youtube síðuna okkar. Skólinn hefur starfsemi aftur þann 4. janúar með starfsdegi og nemendur mæta þann 5. janúar 2016.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

_C160264
_C160240

4. desember 2015

Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli hefur móttekið rausnarlegan styrk frá Múlavirkjun ehf í Eyja- og Miklaholtshreppi en eigendur fyrirtækisins hafa haft það að markmiði að þegar framleiðsla rafmagns fer yfir ársmeðaltal komi fyrirtækið að því að styrkja góð málefni. Lýsuhólsskóli er meðal þeirra sem njóta góðs af því markmiði.

Ákveðið var að  verja styrk að þessu sinni til kaupa á þrívíddarprentara en slíkt tæki styður afar vel við nám í tækni og hönnun.

Innilegar þakkir til eigenda Múlavirkjunar.

_C03018417. nóvember 2015

Fengum góða gesti í dag. Hundur í óskilum flutti dagskrá um Halldór Laxnes sem er liður í verkefninu skáld í skólum. Kærar þakkir Hjörleifur og Eiríkur.

_B160140

17. nóvember 2015

Nemendur fóru í dag og sóttu spínat í gróðurhúsið. Spáð er kulda framundan og var uppskerunni bjargað í hús.

_B160130

6. nóvember 2015.

Nemendur 1.-4. bekkjar settu upp sýningu á verkefnum sem þeir hafa verið að vinna í náttúrufræði og tæknimennt.

Sjá fréttir


29. september 2015.

Nú standa yfir framkvæmdir í gróðurhúsinu og því þurfti að tæma lónið. Ekki voru nemendur ánægðir með það og höfðu áhyggur af því. En allt stendur þetta til bóta og þegar þau náðu bleikju sem var pund að þyngd var mikil hamingja. Að sjálfsögðu var þessari sílamóður sleppt aftur með viðhöfn.

_SAM0084
_SAM0077


18.september 2015

Nemendur fóru í berjaferð í land Dagverðarár undir jökli. Síðan tók Ólína Gunnlaugsdóttir á móti þeim í Samkomuhúsinu að venju og þar fengu þau í svanginn. Þá var haldið heim í Lýsuhólsskóla og dagurinn kláraður samkvæmt stundaskrá. Myndir á flickr

16.september 2015

Nemendur hafa þessa vikuna verið í eldhúsinu að læra matargerð og bakstur. Hér eru nemendur 1. 4. bekkjar í stuði að baka muffins.

_SAM0065


1. september 2015.

Nemendur 6.-7. bekkjar foru í sína árlegu sílaveiðiferð í dag.  þá var sáð spínatfræum í gróðurhúsið og vonandi getum við séð það á borðum í nóvember. Myndir frá verkefninu á flickr

_SAM0022


21.ágúst 2015

Nú er allt að verða klárt bæði húsnæði og starfsfólk til að hefja skólastarf að nýju.                                       Skólasetning verður klukkan 13:00 næstkomandi mánudag 24. ágúst.

Auglýsingin sem fór í tölvupósti þann 13. ágúst .

(Skólasetning í Lýsuhólsskóla verður mánudaginn 24. ágúst kl 13 en sá dagur telst fyrsti skóladagur skólaársins. Setningin verður með hefðbundnum hætti og reiknað er með að foreldrar, eða aðrir aðstandendur, fylgi börnunum á skólasetningu. Vinsamlegast látið deildarstjóra vita ef þörf er á skólabíl fyrir nemendur, ef foreldrar eiga ekki heimangengt með börnum sínum á skólasetninguna.

Það má gera með því að svara þessum pósti eða hafa samband í síma 863-8328 ekki síðar en föstudaginn 21. ágúst.)

15. júní 2015

Bestu óskir um gleðilegt og farsælt sumarfrí. Skóli verður settur á ný þann 24. ágúst 2015.


3. júní 2015

Höfum sett myndir frá starfi nemenda okkar á vordögum 2015 á flickr.

21. maí 2015

Fyrir þá sem misstu af tónleikunum í gær settum við hluta af þeim á you Tube rásina okkar. Smellið hér 

6. maí 2015

Í gær fengum við góða heimsókn frá Árnastofnun. Þau Svanhildur og Jón komu og fræddu nemendur 5.-9. bekkjar um íslensku fornhandritin, hvernig þau voru gerð, hvernig kálfskinn var undirbúið til skriftar, hvernig fjaðrir voru valdar og verkaðar, blek útbúið úr jurtum, litir úr ýmsum jarðefnum og fleira. Þau sögðu frá samsetningu bókanna og varðveislu, handritasöfnun Árna Magnússonar, skrifurum og efnistökum í handritunum, röðuðu upp sýnishornum af handritum og áhöldum sem notuð voru til að vinna þau. Nemendur fengu síðan að spreyta sig á því að skrifa með jurtableki og fjöðurstaf á bút af kálfskinni.29. apríl 2015

Hér eru myndir frá tilraunum nemenda 1.-3. bekkjar með form og mynstur með hjálp sápuvatns.


22. april

Óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn sem er senn á enda þó skólastarfið haldi áfram til mánaðamóta maí/júní. Hér er ein mynd af nemendum sem eru ekki alveg klárir á hvort sé sumar eða vetur.


25. mars

Gleðilega páska.

Skólinn hefst aftur miðvikudaginn 8. apríl. 

20. mars 2015.

Vel var fylgst með sólmyrkvanum í morgun frá Lýsuhólsskóla. Hér eru nokkrar myndir af nemendum að horfa á sólina frá ýmsum stöðum á skólalóðinni og jafnframt fylgst með sólmyrkvanum í beinni í sjónvarpinu.

Minnum svo á árshátíðina í kvöld.


6. mars 2015.

Ýmislegt hefur verið brallað síðan síðasta innlegg var skrifað hér. Yngstu nemendurnir fengust t.d. við skaflagraff og 5.-6. bekkur hefur hafið nám í forritun með aðstoð tækis sem þau forrita. Hér eru myndir frá þessum atburðum.

Nú líður að árshátíð nemenda og mun skólastarfið snúast mikið um leiklist næstu tvær vikurnar.

13. febrúar 2015

Dans

Dagana 9.-11. febrúar var danskennsla í Lýsuhólsskóla. Ásrún Kristjánsdóttir kom og kenndi dans en við höfum verið svo heppin að fá hana í danskennslu í hátt í þrjá áratugi. Við erum líka svo heppin að ungmennafélögin á skólasvæðinu, Ungmennafélag Staðarsveitar og Ungmennafélagið Trausti, gefa okkur danskennsluna.

Nemendur voru til fyrirmyndar, eins og venjulega, og náðu miklum árangri í dansinum. Danssýning var haldin fyrir foreldra og fleiri gesti kl 14 þann 11. febrúar. Myndir frá sýningunni eru á Flickr síðunni.

Fiskrannsóknir og fiskvinnsla

Hjörtur, sjómaður á Stóra Kambi í Breiðuvík, færði okkur dall af fiski og ráðist var í rannsóknir og nýtingu á hinum ýmsu tegundum. Í dallinum voru þorskur, ýsa, langa, keila, ufsi og karfi. Fiskarnir voru slægðir, líffæri og magainnihald rannsakað. Síðan voru þeir flakaðir og verða nýttir til matar hér í skólanum. Kærar þakkir til Hjartar. Myndir af fiskvinnslunni eru líka á Flickr síðu skólans.26. janúar 2015

Friðrik Ólafsson fagn­ar 80 ára af­mæli sínu í dag, 26. janú­ar 2015. Í tilefni þess kom Sigurður Narfason í skólann og sýndi  nemendum undirstöðuatriðin í skáklistinni við góðar undirtektir.

20. janúar 2015

Mikið fjör þegar Keli vert kom í skólann í dag og kynnti fyrir nemendum grunninn í hljóðblöndun og hvernig tæknin virkar í sambandi við hana.

DSC 0150


20 janúar 2015

Nemendur í 1.-4. bekk fengu nokkra litla ufsa og krufðu þá til að sjá líffæri þeirra. Kæra þökk Leifur og Hjörtur á Stóra-Kambi.


6. janúar 2015

Gleðilegt nýár. Þá er skólastarf hafið á nýju ári. Þökkum fyrir það gamla.

18. desember 2014

Gleðileg jól og farsællt nýár, þökkum liðnar stundir.

Skólastarf hefst á ný 5. janúar 2015

Starfsfólk Lýsuhólsskóla

4. desember .2014

Myndir frá föndurdeginum komnar á Flickr


22.11.2014.

Í vor fagnaði sameinaði grunnskólinn í Snæfellsbæ GSNB 10 ára afmæli sínu. Af því tilefni bárust starfstöðinni Lýsuhólsskóla gjafir. Sjá hér

17. nóvember 2014

Mánudaginn 10. nóvember heimsóttu okkur fjögur skáld, og einn ljósmyndari, úr verkefninu Skáld í skólum.  Þau Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir spjölluðu við eldri nemendur en Vilhelm Anton Jónsson og Kristín Svava Tómasdóttir hittu yngri nemendur. Bestu þakkir fyrir það.


21. oktober 2014

Í dag tóku allir nemendur skólans að leikskólanum meðtöldum þátt í sláturgerð. Farið var í gegnum allan ferilinn við gerð sláturs og var áhuginn mikill eins og sjá má.

16.september 2014

Á degi íslenskar náttúru nýttum við nemendur og starfsfólk Lýsuhólsskóla góða veðrið og fórum í ratleik með hjálp snjalltækja og appsins TurfHunt. Tilgangurinn var að læra aðeins um jarðfræði landsins og bergtegundir sem finnast hér á Lýsuhóli. Farið var um svæðið í litlum hópum og svarað spurningum til að fá vísbendingu um næsta stað. Einnig söfnuðu nemendur steinum frá hverjum stað. Þegar allir höfðu lokið sinni yfirferð um svæðið var smá kennslustund um berg myndun þess og tegundir.

5. september 2014

Hin árlega berjaferð var farin í gær í blíðskaparveðri. Nemendur voru harðduglegir að tína ber og sumir borðuðu meira en aðrir, eins og gerist og gengur. Við náðum að skreppa niður að Malarrifi í leiktækin og eftir það var farið í Samkomuhúsið á Arnarstapa, til Ólínu, þar sem við fengum pylsur í hádegisverð.20. ágúst 2014

Í dag hefst skólaganga nemenda skólaárið 2014-2015. Velkomin í skólann.


3. júní 2014

Skólasetning fyrir skólaárið 2014-2015 verður 20. ágúst. Nýtt skóladagatal er komið á vefinn.

Hafið það gott í sumar

Starfsfólk Lýsuhólsskóla


26.maí 2014

Haldið var upp á tíu ára afmæli GSNB þann 23. maí. Við hér í Lýsuhólsskóla vorum með vinnustöðvar sem nemendur sáu um. Þar var hægt að búa til pappír, þæfa ull, mála steina, taka þátt í leik með vélmenni og horfa á geimskot með vatns- og loftþrýstingi. Þá tók starfstöðin á móti sjötta grænfánanum. Myndir á flickr

14.maí 2014

Í dag voru haldnir vortónleikar Lýsuhólsskóla. Nemendur stóðu sig allir með prýði og skemmtu áheyrendum prýðilega. Takk fyrrir frábæra skemmtun. Myndir á flickr


5. mai 2014

Allt að gerast í gróðurhúsinu28. apríl 2014

Gleðilegt sumar

Í dag bauð Jóhanna Bára, okkar fyrrverandi matráður við skólann, nemendum og starfsfólki í hádegismat heima hjá sér. Hjá henni, í veitingasalnum á Lýsuhóli, fengum við dýrindis pizzur og pizzusnúða og síðan ís í eftirrétt. Nemendur færðu Jóhönnu mörg þakkarkort, kórónu og akrýlmynd sem þeir höfðu málað í sameiningu á blindramma.

Bestu þakkir fær Jóhanna fyrir velgjörning og tryggð við okkur.

photo 5


11. apríl 2014

Nú er páskafrí framundan og skóli hefst aftur 23. apríl. Þá um kvöldið halda nemendur á unglingastigi Grunnskóla Snæfellsbæjar árshátíð sína með hátíðarkvöldverði, diskóteki og ýmsri skemmtan annarri. Þeir geta síðan hvílt sig daginn eftir, sem og aðrir nemendur, því þá er sumardagurinn fyrsti sem er frídagur í skólanum.

Nemendur Laugargerðisskóla komu í heimsókn til okkar fimmtudaginn 3. apríl og skemmtu nemendur skólanna sér vel saman að venju.  Bestu þakkir fyrir komuna. 

Í morgun kl 9 fóru nemendur 5.-10. bekkjar út á hlað að veifa í vefmyndavélina sem þangað snýr en kveðjan átti að skila sér til bæjarins Lahti í Finnlandi þar sem Þórunn Ella Hauksdóttir, fyrrverandi nemandi í Lýsuhólsskóla, var að kynna Ísland fyrir grunnskólanemendum. Á slíkum kynningum fær skólinn alltaf sína umfjöllun frá sínum löngu útskrifaða nemanda.

Gleðilega páska, gott og farsælt frí.


31. mars 2014 

Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin síðastliðið föstudagskvöld 28.03.2014. Var hún vel sótt og léku krakkarnir af stakri snilld. Sjá fréttir


13. mars

Veðurstöðin okkar er komin í lag. Veður-Veðurstöð

Hér er um samstarf Lýsuhólsskóla , Belgings og Weatherbug að ræða. Þó stöðin sé nefnd  Institute for Meteorological Research er hún staðsett á gróðurhúsi við skólann.

10. mars 

Grænfánafréttir. Komið er að því að flagga nýjum Grænfána, þeim sjötta frá 2003. Það hefði átt að gerast síðastliðið haust og þá var umsókn og greinargerð send en úttekt og framkvæmd var frestað fram á árið 2014. Gerður og Karen frá Landvernd komu í heimsókn í febrúar og voru ljómandi ánægðar með okkur. Við fáum nýjan fána en ætlum að fresta því fram í maí að fá hann og flagga. Það verður auglýst þegar þar að kemur.

7. mars 2014

Öskudagsfréttir: Hér var líf og fjör að vanda á öskudaginn og skýrist best með myndum, bæði á heimasíðu og flickr.


7. febrúar  Danssýning - fréttir

25. febrúar 2014

Magnús Stefánsson frá Marita á Íslandi og Páll Óskar Hjálmtýsson heimsóttu Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. febrúar. Þeir töluðu við nemendur 5.-10. bekkjar um eineltismál og héldu einnig fræðslufundi fyrir starfsfólk og foreldra. Magnús Stefánsson hélt fyrr um morguninn fræðslufund með nemendum á unglingastigi þar sem fjallað var um afleiðingar vímuefnaneyslu og tóbaksnotkunar. Markmið með fræðslunni eru m.a. að brýna fyrir ungmennum að þau beri ábyrgð á eigin lífi og hvetja þau til að vega og meta áhrif fyrirmynda, taka afstöðu gegn neyslu vímuefna og móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl. Þessi markmið eru í samræmi við markmið aðalnámskrárgrunnskóla í lífsleikni. Fleiri myndir.

6. febrúar 2014

Nú standa yfir stífar dansæfingar hjá öllum nemendum skólans. Danssýning verður svo haldin kl 12:30 á morgun, föstudaginn 7. febrúar. Það eru Ungmennafélag Staðarsveitar og Ungmennafélagið Trausti sem gefa skólanum danskennsluna. Takk fyrir.

IMG_6528

Myndin er tekin á æfingu í dag.

9. janúar 2014

Gleðilegt nýtt ár

Skólinn er tekinn til starfa eftir stormasamt jólafrí. Skaflinn góði stækkaði mikið og hefðbundin snjóhúsagerð heldur nemendum við efnið. Höfum sett  jólamyndböndin á vefinn. Grýla og Jólin eru að koma - Njótið. 


20. desember 2013

Starfsfólk og nemendur Lýsuhólsskóla óska öllum gleðilegra jóla

Kennsla hefst aftur eftir jólafrí þann 6. janúar 2014.

forsidan

13. desember 2013

Í gær fórum við í jólaheimsókn í Samkomuhúsið á Arnarstapa. Þar biðu bókastaflar og nemendur máttu velja sér bækur til eignar.  Meira

IMG_6466


5. desember 2013

Þann 1. desember var jólaföndurs- og piparkökudagur í skólanum og heppnaðist ljómandi vel að venju. Meira

27. nóvember 2013

Síðastliðinn miðvikudag, þann 20. nóvember, fengum við heimsókn frá verkefninu Skáld í skólum en því er haldið úti af Höfundamiðstöð RSÍ (Rithöfundasamband Íslands) með stuðningi frá Menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Miðstöð íslenskra bókmennta. Meira


18. nóvember 2013

Það vakti athygli í morgun að svo virtist sem Reykjavík og nágrenni stæði í ljósum logum en svo reyndist þó ekki vera. Heldur var þetta sólin að koma upp.

12. nóvember 2013

Þá er þetta byrjað.


7. nóvember  2013

Uppstilling nemenda á orðasambandinu "Að vera undir pressu". Nemandi undir pressu.16. október 2013

Nemendur Lýsuhólsskóla, auk tveggja leikskólanemenda, tóku þátt í norræna skólahlaupinu í gær. Allir nemendur skólans luku hlaupinu en vegalengdirnar sem mátti velja um voru 2,5 km, 5 km og 10 km.   

Samtals voru 105 kílómetrar lagðir að baki.

Vel gert!

Markmið með norræna skólahlaupinu er að hvetja til þess að æfa hlaup, auka áhuga á hreyfingu og útivist og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan. Það er ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) sem heldur utan um verkefnið. 

Fleiri myndir á Flickr.
10. október 2013

Í dag kom Ólafur Oddur Sigurðsson fá Glímusambandi Íslands og sýndi nemendum grunninn að glímuíþróttinni. Síðan glímdu nemendur í 50 mínútur og höfðu gaman af. Takk Ólafur.


7. október 2013

Þessa viku ætlum við að beina sjónum að málefnum tengdum heilsu og velferð. Nemendur velta fyrir sér þáttum sem máli skipta fyrir matarræði og heilbrigði, nauðsynjar og sóun. Við hefjum skóladaginn á stuttri útivist og/eða hreyfingu og nemendur taka til hendi í eldhúsi. Af mörgu er að taka en hefðbundið nám fær að fljóta með í dagskránni.

20. september 2013

Nemendur fóru í ferðalag síðastliðinn miðvikudag í sjaldgæfu veðurfari að því leyti að hvorki var rok né rigning. meira
10. september 2013

Skólastarfið fer vel af stað en ekki gefast mörg tækifæri til útiveru.  Þau eru gripin sem gefast og náðust myndir af eldri nemendum sem hlupu um víðan völl í íþróttatíma í ratleik með stafræna skjái til leiðsagnar. 

19. ágúst 2013

Skólastarf hefst á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst. Velkomnir til starfa, nemendur :) 


3. júní 2013

Gott og farsælt sumarfrí.

Skólasetning fyrir skólaárið 2013-2014 verður þriðjudaginn 20. ágúst nk.

Skóladagatalið er komið á vefinn. 

30. maí 2013

Minnum á skólaslitin á morgun klukkan 14:00

21. maí 2013

Vortónleikar nemenda gengu vel og eru myndir frá þeim og vorsýningunni komnar inn á flickr.

Síðasta föstudag fóru nemendur í stuttar vettvangsferðir, lesa má um það hér.

14. maí 2013

Vorsýning Lýsuhólsskóla og vortónleikar tónlistarskólanemenda verða miðvikudaginn 15. maí og hefjast kl kl 13.

Einnig verður tombóla á vegum nemenda 1.-6. bekkjar, til styrktar SOS hjálparstarfi, svo ekki má gleyma seðlaveskjum og peningapyngjum.

Allir velkomnir


30. apríl 2013

Gleðilegt sumar og þakkir fyrir veturinn. Skaflarnir fyrir norðurgluggunum á skólanum varna því lítillega að hægt sé að fylgjast með vorkomunni úr þeirri átt en sést til suðurs þótt snjóskafl sóli sig í rólegheitum á sólpallinum fyrir sunnan skóla.

Árshátíð unglingastigsins var haldin með pompi og pragt að kvöldi síðasta vetrardags; hátíðarkvöldverður, diskótek og ýmis atriði nemenda. Hátíðin þótti hin besta skemmtun og tókst vel sem fyrr. 

17. apríl 2013

Í gær 16. apríl fengu nemendur mjög athyglisverða fræðslu frá félagi sem heitir Glæsir meira

11. apríl 2013

Síðastliðinn þriðjudag bauð Ungmennafélag Staðarsveitar upp á námskeið í borðtennis hér í skólanum námskeiðið var opið öllum meira

9. apríl. 2013

Frétt um leiki og störf á fréttasíðunni kíkið á það.

3. april. 2013

Nú er páskafríinu lokið og nemendur og starfsfólk Lýsuhólsskóla komnir til starfa á ný. Ýmislegt er á döfinni og enginn lognmolla yfir starfinu.

Á morgun fara nemendur 10. bekkjar á fund Þorgríms Þráinssonar sem ætlar að fjalla um markmiðssetningu. Á sama tíma ætlar Kristín Tómasdóttir að spjalla við stúlkur úr 8.-9. bekk um sjálfstyrkingu.

Í næstu viku verða svo viðburðir sem auglýstir verða síðar.

Árshátíð 15. mars

Árshátíð nemenda var haldin föstudaginn 15. mars. Leikskólabörn hófu skemmtunina með því að flytja tvö lög. Nemendur í 1.-6. bekk léku leikrit gert eftir sögunni Selshamurinn sem er íslensk þjóðsaga um konuna sem kemur úr hafinu og á sjö börn í landi og sjö börn í sjó. Þeir fluttu einnig Ryksugulagið af miklum krafti. Eldri nemendur léku leikrit byggt á sögunni Johnny and the Dead eftir Terry Pratchett, eða Johnny og þau dauðu (ekki jafn draugalegt og það hljómar) en sagan gerist í bæ þar sem yfirvöld hafa ákveðið að selja gamla kirkjugarðinn sem byggingarlóð undir risavaxna skrifstofubyggingu. Þeir sem ekki eru ánægðir með ákvörðunina taka til sinna ráða.

Flytjendur stóðu sig stórvel, við góðar undirtektir áheyrenda og kaffihlaðborðið eftir sýningu svignaði undan kræsingum frá foreldrafélaginu.  Myndir frá sýningunni eru komnar á flickr og DVD diskur verður til sölu í vor


7. mars

Þessa vikuna hefur veðrið ekki leikið við okkur. Nemendur í 9. bekk dveljast nú í ungmennabúðum á Laugum í Sælingsdal, fóru degi síðar en til stóð því ófært var til skólahalds og ferðalaga á mánudaginn. Dvölinni lýkur á morgun, föstudaginn 8. mars. 

Aftur varð skólafall í gær í glórulausum hríðarbyl en nú er víðsýnt og færð bærileg, kominn gríðarmikill skafl við skólann og nýtist vel til hönnunar og leikja.

Undirbúningur fyrir árshátíð nemenda er í fullum gangi en árshátíðin verður haldin föstudaginn 15. mars og hefst kl 20:30.


19. febrúar 2013

Frétt um ljóðagerð 3.-5. bekkjar á fréttasíðunni.

12. febrúar 2013

Dagana 4.-6. febrúar var Ásrún Kristjánsdóttir með dansnámskeið fyrir nemendur í Lýsuhólsskóla. Sjá fréttir.


7. febrúar 2013 

 Í janúar unnu nemendur 1.-4. bekkjar verkefni um búsvæði fiska, umhverfi og gróðurfar í stöðuvötnum. Sjá fréttir


29. janúar 2013

Á haustönn var unnið handverk úr beinum og hornum. Nokkuð var haft fyrir hráefnisöflun og -verkun en allt gekk upp og með hönnun og meðhöndlun nemenda litu margir fagrir gripir dagsins ljós. Ekki var hægt að hafa mikinn fréttaflutning af þessari vinnu fyrir jól því margir ætluðu verk sín til jólagjafa og ekki má uppljóstra slíkum leyndarmálum. Flestum nemendum líkaði vel vinnan og efnið. Verkefninu var stýrt af Sigríði og Hauki. Verkefni sem þetta fellur vel að umhverfismarkmiðum skólans, að endurnýta og vinna úr náttúrulegum efnum sem afla má í nærumhverfinu.17. janúar 2013.

Í tilefni hækkandi sólar og lengingar dagsbirtunnar en sólin er nú um fimm og hálfan tíma á lofti breytum við um útlit á heimasíðunni.

Danskennsla hefst 4. febrúar.


8. janúar 2013

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna. Skóli er hafinn að nýju og við nýtum næstu vikur vel og rækilega í hefðbundið nám. Framundan á vorönn eru síðan m.a. dansnámskeið, árshátíðir nemenda og vorverkefni með tilheyrandi uppbroti
22

Heimsóknir

© Skóli 2011