29. janúar 2013
Á haustönn var unnið handverk úr beinum og hornum. Nokkuð var haft fyrir hráefnisöflun og -verkun en allt gekk upp og með hönnun og meðhöndlun nemenda litu margir fagrir gripir dagsins ljós. Ekki var hægt að hafa mikinn fréttaflutning af þessari vinnu fyrir jól því margir ætluðu verk sín til jólagjafa og ekki má uppljóstra slíkum leyndarmálum. Flestum nemendum líkaði vel vinnan og efnið. Verkefninu var stýrt af Sigríði og Hauki.
Verkefni sem þetta fellur vel að umhverfismarkmiðum skólans, að endurnýta og vinna úr náttúrulegum efnum sem afla má í nærumhverfinu.