Borðtennis

Síðastliðinn þriðjudag bauð Ungmennafélag Staðarsveitar upp á námskeið í borðtennis hér í skólanum. Námskeiðið var opið öllum sem höfðu áhuga. Það var Borðtennissamband Íslands sem sendi þá Bjarna Bjarnason, landsliðsþjálfara,og Davíð Jónsson, landsliðsmann, til að kenna undirstöðuatriði í borðtennis, ýmsar æfingar og leiki. Þeir höfðu með sér þrjú borðtennisborð og útbúnað til að hægt væri að spila á fjórum borðum í einu. 

Allir nemendur tóku þátt og stunduðu borðtennisnám af kappi í tvær klukkustundir. 

Þetta var frábært framtak hjá UMFST og kveikti þó nokkurn áhuga hjá nemendum sem hafa, frá námskeiðinu, verið iðnir við borðtennisborðið.

Þökkum BTÍ kærlega fyrir komuna.

  

© Skóli 2011