Jólaföndur

Þann 1. desember var jólaföndurs- og piparkökudagur í skólanum og heppnaðist ljómandi vel að venju. Mæting var góð, ungbörn, skólakrakkar úr Lýsuhólsskóla og öðrum skólum, foreldrar, afar, ömmur og aðrir velunnarar mættu á svæðið. Gluggar voru fagurlega málaðir, piparkökur bakaðar og skreyttar og gerðar voru skreytingar úr greni og pappír.  Foreldrafélagið sá alfarið um þennan dag og bauð til aðventustundar og kaffisamsætis þegar skreytivinnu var lokið, nú sem fyrri ár.

© Skóli 2011