Gönguleið og steinasöfnun


Föstudaginn 17. maí fóru nemendur 5. og 6. bekkjar, undir leiðsögn Hauks, í gönguferð frá skólanum, upp undir Lýsuskarð og til baka. Tilgangur ferðarinnar var að búa til gönguleið og merkja inn á kort á stafrænu formi. 

Sama dag fóru nemendur 8. til 10. bekkjar í göngu, undir leiðsögn Rósu,  upp með ánni Lýsu að skoða landmótun í nágrenni skólans og bergtegundir, þá aðallega djúpbergsmyndanir. Valdir voru steinar af mismunandi gerð eftir bergtegund og holufyllingum og teknir með heim í skóla til nánari rannsóknar. 

Bæði verkefnin tilheyra námskrá í átthagafræði.



© Skóli 2011