Marita fræðsla


25. febrúar 2014

Magnús Stefánsson frá Marita á Íslandi og Páll Óskar Hjálmtýsson heimsóttu Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. febrúar. Þeir töluðu við nemendur 5.-10. bekkjar um eineltismál og héldu einnig fræðslufundi fyrir starfsfólk og foreldra. Magnús Stefánsson hélt fyrr um morguninn fræðslufund með nemendum á unglingastigi þar sem fjallað var um afleiðingar vímuefnaneyslu og tóbaksnotkunar. Markmið með fræðslunni eru m.a. að brýna fyrir ungmennum að þau beri ábyrgð á eigin lífi og hvetja þau til að vega og meta áhrif fyrirmynda, taka afstöðu gegn neyslu vímuefna og móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl. Þessi markmið eru í samræmi við markmið aðalnámskrárgrunnskóla í lífsleikni.

© Skóli 2011