Álaverkefni

6. febrúar 2013

 Í janúar unnu nemendur 1.-4. bekkjar verkefni um búsvæði fiska, umhverfi og gróðurfar í stöðuvötnum en af fisktegundum varð hinn sérkennilegi nágranni okkar úr vötnunum, állinn, aðal viðfangsefnið. Búsvæði álsins, lífshættir hans, útlit og viðkoma ásamt álaveiðum með álagildru voru til umfjöllunar og stefnt að álaveiðum í vor. Verkefnið er hluti af átthagafræðinni og var sett fram með hugarkorti, málaðri mynd og klippimyndum  auk ljósmynda.  
© Skóli 2011