Víkingar

Í gær, þriðjudaginn 16. apríl, fengu nemendur mjög athyglisverða fræðslu frá félagi sem heitir Glæsir og er staðsett í Grundarfirði. Hér er um að ræða áhugafélag um víkinga, þeirra sögu, handverk og menningu. Fulltrúar félagsins, þeir Þorgrímur og Markús, komu eftir hádegi, spjölluðu við nemendur um víkinga, félagið Glæsi og störf þess og sýndu glæsilega víkingagripi sem þeir höfðu ýmist sjálfir unnið eða útvegað sér. 

Nemendur fengu síðan að skoða og prófa fatnað, vopn og aðra gripi og voru mjög áhugasamir og virkir og ánægðir með heimsóknina. Bestu þakkir, Þorgrímur og Markús!


© Skóli 2011