Jól í Samkomuhúsinu

13. desember 2013.

Í gær fórum við í jólaheimsókn í Samkomuhúsið á Arnarstapa. Þar biðu bókastaflar og nemendur máttu velja sér bækur til eignar. Töluvert var skoðað og spekúlerað og flestir fóru heim með eitthvað af bókum. Í Samkomuhúsinu er búið að setja upp húsbúnað og muni sem tengjast ákveðnum tímabilum, hvert tímabil hefur sitt svæði. Ýmsir aðrir munir og leikföng voru til sýnis, gömul jólakort og margt fleira. Allir fengu kakó og fleira góðgæti í gogginn. 

Fleiri myndir má sjá á Flickr - síðu skólans

Kærar þakkir Ólína.

© Skóli 2011