Dagur íslenskrar náttúru

16.september 2014

Á degi íslenskar náttúru nýttum við nemendur og starfsfólk Lýsuhólsskóla góða veðrið og fórum í ratleik með hjálp snjalltækja og appsins TurfHunt. Tilgangurinn var að læra aðeins um jarðfræði landsins og bergtegundir sem finnast hér á Lýsuhóli. Farið var um svæðið í litlum hópum og svarað spurningum til að fá vísbendingu um næsta stað. Einnig söfnuðu nemendur steinum frá hverjum stað. Þegar allir höfðu lokið sinni yfirferð um svæðið var smá kennslustund um berg myndun þess og tegundir.

 

    

 


© Skóli 2011