Árshátíð 2014

Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin síðastliðið föstudagskvöld 28.03.2014. Var hún vel sótt og léku krakkarnir af stakri snilld. 2.-4. bekkur sýndi leikrit samið upp úr Prinsessunni á bauninni. 5.-7. bekkur flutti sviðsverk um Miðgarð, kynntu nokkrar persónur úr norrænni goðafræði og tóku svo lagið með Skálmöld.  8.-10. bekkur flutti svo stytta útgáfu af Dýrunum í Hálsaskógi við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Að lokum bauð foreldrafélagið upp á kaffihlaðborð og fóru allir saddir og glaðir heim eftir aldeilis prýðilega skemmtun.

Fleiri myndir á flickr síðu skólans

© Skóli 2011