Fréttir


Rusl á ströndum

Rusl á ströndum

Umhverfisstofnun hóf að vakta rusl á ströndum hér á landi sumarið 2016 í samstarfi við sveitarfélög, landeigendur og fleiri aðila. Fyrirfram afmarkað svæði er vaktað reglulega á hverri strönd og allt rusl flokkað, talið og skráð í samræmi við aðferðafræði OSPAR. Megin tilgangur vöktunarinnar er að finna út hvers konar rusl safnast fyrir á ströndum, reyna að finna uppruna þess og að fjarlægja ruslið. Um er að ræða strandir í Surtsey, Bakkavík á Seltjarnarnesi, Búðavík á Snæfellsnesi og á Rauðasandi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Viðburðir vorið 2016

Skólaferðalalag 8.-10. bekkjar

WP_20160531_10_41_24_Pro - Copy

Farið var i Skagafjörðinn. Flúðasigling, skotæfing, klifur, heimsókn í Gestastofu sútarans, heimsókn í bílasafnið í Stóragerði, sund á Hofsósi og ýmislegt fleira. Ferðin heppnaðist vel í alla staði.

Skólaferðalag 6.-7. bekkjar

Farið var í siglingu á Breiðafirði, heimsókn í Vatnasafnið í Stykkishólmi, heimsókn í Bjarnarhöfn og gengið á Helgafell.


Skólaferðalag 1.-4. bekkjar

20160526 104926

Farið var í göngu- og skógarferð hjá Bjarnarfossi og heimsókn að Neðri-Hóli.

Vortónleikar

_5180619

Þar sýndu nemendur snilli sína á hin ýmsu hljóðfæri.

Friðarhlaupið 2016

_5230634

Nemendur fengu að taka þátt í friðarhlaupinu og bera kyndilinn.

Sáð höfrum.

_5230651

Einhver fékk þá hugmynd að rækta hafra í sinn eigin hafragraut. Um að gera að láta reyna á það.

Sýning á Malarifi

_6010727

Nemendur unnu að því í allan vetur að setja upp sýningu í gamla salthúsinu á Malarifi. Fróðleg sýning og skemmtileg. Sýningin var formlega opnuð 2. júní 2016.

Skólaslit

_6020769

Skólaslit fóru fram 3. júní. Skemmtileg athöfn eins og venjulega.

Fjöruverkefni

Nemendur 1.-4. bekkjar hafa í haust unnið að verkefni í náttúrufræði og tæknimennt  um fjöruna og hafið. Farið hefur verið yfir helstu lífverur sem finna má í hafinu ásamt nytjum á þeim og hvernig byggð myndaðist með tímanum eftir því hvernig tæknin þróaðist og skipin urðu stærri. Lífverur sem halda sig  við hafið og fjöruna voru skapaðar í smíðatíma. Einnig var farið í vettvangsferð í fjöruna og sýnum safnað. Hér má sjá afraksturinn.


Gjafir

22.11.2014.

Í vor fagnaði sameinaði grunnskólinn í Snæfellsbæ GSNB 10 ára afmæli sínu. Af því tilefni bárust starfstöðinni Lýsuhólsskóla gjafir.

Ungmennafélagið Trausti gaf peningagjöf til spjaldtölvukaupa 100.000 kr

Búnaðarfélag Staðarsveitar og Breiðuvíkur gaf peningagjöf til að kaupa skjái í kennslustofur 150.000 kr

Ungmennafélag Staðarsveitar gaf peningagjöf til kaupa á íþróttaáhöldum 150.000 kr

Kæra þökk fyrir gjafir og hlýhug.

ipad
skjár
snag

Sláturgerð

21. oktober 2014

Í dag tóku allir nemendur skólans að leikskólanum meðtöldum þátt í sláturgerð. Farið var í gegnum allan ferilinn við gerð sláturs og var áhuginn mikill eins og sjá má á meðfylgandi myndum.


Dagur íslenskrar náttúru

16.september 2014

Á degi íslenskar náttúru nýttum við nemendur og starfsfólk Lýsuhólsskóla góða veðrið og fórum í ratleik með hjálp snjalltækja og appsins TurfHunt. Tilgangurinn var að læra aðeins um jarðfræði landsins og bergtegundir sem finnast hér á Lýsuhóli. Farið var um svæðið í litlum hópum og svarað spurningum til að fá vísbendingu um næsta stað. Einnig söfnuðu nemendur steinum frá hverjum stað. Þegar allir höfðu lokið sinni yfirferð um svæðið var smá kennslustund um berg myndun þess og tegundir.

 

    

 


Berjaferð 2014

5. september 2014

Hin árlega berjaferð var farin í gær í blíðskaparveðri. Nemendur voru harðduglegir að tína ber og sumir borðuðu meira en aðrir, eins og gerist og gengur. Við náðum að skreppa niður að Malarrifi í leiktækin og eftir það var farið í Samkomuhúsið á Arnarstapa, til Ólínu, þar sem við fengum pylsur í hádegisverð.

Fleiri myndir á flickr

Árshátíð 2014

Árshátíð Lýsuhólsskóla var haldin síðastliðið föstudagskvöld 28.03.2014. Var hún vel sótt og léku krakkarnir af stakri snilld. 2.-4. bekkur sýndi leikrit samið upp úr Prinsessunni á bauninni. 5.-7. bekkur flutti sviðsverk um Miðgarð, kynntu nokkrar persónur úr norrænni goðafræði og tóku svo lagið með Skálmöld.  8.-10. bekkur flutti svo stytta útgáfu af Dýrunum í Hálsaskógi við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Að lokum bauð foreldrafélagið upp á kaffihlaðborð og fóru allir saddir og glaðir heim eftir aldeilis prýðilega skemmtun.

Fleiri myndir á flickr síðu skólans

Öskudagur


Marita fræðsla


25. febrúar 2014

Magnús Stefánsson frá Marita á Íslandi og Páll Óskar Hjálmtýsson heimsóttu Grunnskóla Snæfellsbæjar þann 20. febrúar. Þeir töluðu við nemendur 5.-10. bekkjar um eineltismál og héldu einnig fræðslufundi fyrir starfsfólk og foreldra. Magnús Stefánsson hélt fyrr um morguninn fræðslufund með nemendum á unglingastigi þar sem fjallað var um afleiðingar vímuefnaneyslu og tóbaksnotkunar. Markmið með fræðslunni eru m.a. að brýna fyrir ungmennum að þau beri ábyrgð á eigin lífi og hvetja þau til að vega og meta áhrif fyrirmynda, taka afstöðu gegn neyslu vímuefna og móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl. Þessi markmið eru í samræmi við markmið aðalnámskrárgrunnskóla í lífsleikni.

© Skóli 2011