Árshátíð 2013

Árshátíð 15. mars

Árshátíð nemenda var haldin föstudaginn 15. mars. Leikskólabörn hófu skemmtunina með því að flytja tvö lög. Nemendur í 1.-6. bekk léku leikrit gert eftir sögunni Selshamurinn sem er íslensk þjóðsaga um konuna sem kemur úr hafinu og á sjö börn í landi og sjö börn í sjó. Þeir fluttu einnig Ryksugulagið af miklum krafti. Eldri nemendur léku leikrit byggt á sögunni Johnny and the Dead eftir Terry Pratchett, eða Johnny og þau dauðu (ekki jafn draugalegt og það hljómar) en sagan gerist í bæ þar sem yfirvöld hafa ákveðið að selja gamla kirkjugarðinn sem byggingarlóð undir risavaxna skrifstofubyggingu. Þeir sem ekki eru ánægðir með ákvörðunina taka til sinna ráða.

Flytjendur stóðu sig stórvel, við góðar undirtektir áheyrenda og kaffihlaðborðið eftir sýningu svignaði undan kræsingum frá foreldrafélaginu.  Myndir frá sýningunni eru komnar á flickr og DVD diskur verður til sölu í vor

Still 2
Still 5
Still 39



© Skóli 2011