Skáld í skólum

27. nóvember 2013

Síðastliðinn miðvikudag, þann 20. nóvember, fengum við heimsókn frá verkefninu Skáld í skólum en því er haldið úti af Höfundamiðstöð RSÍ (Rithöfundasamband Íslands) með stuðningi frá Menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Miðstöð íslenskra bókmennta.

Það voru Eiríkur Örn Norðdahl og Hildur Knútsdóttir sem heimsóttu okkur með dagskrá sína, Mannætugeimverur og einræðisherrar á pissupottum. Þau sýndu nemendum hugverk sín á bókum og myndrænu formi, lásu úr verkunum / fluttu verk sín og ræddu hvaða merkingu það hefur að vera skáld. Bestu þakkir fyrir komuna. Það er afar áhugavert að fá innsýn í sköpun rithöfunda og sjá þau mismunandi form sem hægt er að velja fyrir miðlun og tjáningu.

IMG_6417
IMG_6418
IMG_6420
© Skóli 2011