Í heilsuviku beindum við sjónum að málefnum tengdum heilsu og velferð. Nemendur veltu fyrir sér þáttum sem skipta máli fyrir matarræði og heilbrigði, nauðsynjar og sóun. Við hófum skóladaginn á stuttri útivist og/eða hreyfingu og nemendur tóku til hendi í eldhúsi. Af mörgu var að taka en hefðbundið nám fékk að fljóta með í dagskránni.
Hér fyrir neðan eru myndir frá starfinu þessa viku.