Leikir og störf

Það er ánægjulegt að sjá þegar hugmyndaflugið fer af stað og börnin finna upp á leikjum með þeim efnum og aðstæðum sem skapast hverju sinni. Þá er ekki síður ánægjulegt þegar nemendur taka til hendi sjálfum sér og umhverfinu til hagsbóta.

Hé má sjá nemendur 1.-6. bekkjar að leik í þrautabraut sem þeir gerðu sér úr snjó og formuðu með sandkassafötu einn góðan veðurdag í síðustu viku.

IMG_5963
IMG_5965

Eldri nemendur tóku lífinu af meiri alvöru í gær og unnu sér inn fyrir hagstæðum aksturskjörum í leikhús með því að hjálpa skólabílstjórunum, bændunum á Lýsuhóli, að safna saman rúlluplasti sem hafði fokið eftir að gámur með því fauk í ofsaveðri og plastið fór út um allt.

IMG_5970
IMG_5972


© Skóli 2011