Dansnámskeið

16.janúar 2012

Nokkurt basl hefur verið vegna veðurs og færðar undanfarnar tvær vikur og tveir skóladagar tapast af þeim sökum. Í þíðu síðustu daga hefur töluvert gengið á snjó í kringum skólann. Yfirdrifinn efniviður er þó enn í hvers kyns snjóhýsi og göng. Hefðbundin kennsla nýtur forgangs þessa dagana en stefnt er að dansnámskeiði dagana 24.-27. janúar og má þá búast við danssýningu eftir hádegi föstudaginn 27. janúar. Ásrún Kristjánsdóttir sér um danskennsluna en Ungmennafélögin Staðarsveitar og Trausti gefa nemendum námskeiðið.

© Skóli 2011