Í gær heimsótti okkur fyrrverandi nemandi skólans, Brynjar Gauti Guðjónsson frá Syðri Knarrartungu. Hann var í opinberri heimsókn með fótboltaæfingu. Tekin var boltaæfing í sal og síðan reynt að fara í fótboltaleik á útivelli en fyrirmæli og dómar drukknuðu í belgingi norðanáttarinnar og leikurinn því blásinn af. Við kunnum Brynjari Gauta bestu þakkir fyrir hjálpina og vonandi verður hægt að taka upp leikinn í betra veðri síðar.
Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni.