Leitin að heita vatninu

Nemendur eru önnum kafnir í átthagafræðinni. Einn liðurinn í þeirri vinnu er að kynna sér leitina að heita vatninu á Lýsuhóli. Til að fræðast um hana og afla gagna fóru þeir í vettvangsferð um svæðið, leituðu uppi allar holurnar sem hafa verið boraðar, hnitsettu þær og tóku myndir af þeim en þær reyndust 19 að tölu. Frekari úrvinnsla á verkefninu bíður verri tíðar þegar það er gott að vera inni og setja verkefnið fram á aðgengilegan hátt fyrir foreldra og aðra áhugasama.  Hér eru myndir frá ferðinni og fleiri myndir eru á flickr.

IMG_4415
IMG_4531

© Skóli 2011