Fimmti Grænfáninn

Nýr Grænfáni væntanlegur

Umsókn um nýjan Grænfána var send til Landverndar síðastliðið vor en komið er að því að fá fánann endurnýjaðan í fimmta sinn.

Orri Páll og Gerður, sem sjá um verkefnið Skólar á grænni grein hjá Landvernd, heimsóttu okkur í tilefni af umsókninni og eftir spjall við nemendur skólans voru þau þess fullviss að rétt væri að veita okkur nýjan fána. Þeim leist einnig vel á verkefni okkar og viðfangsefni. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn og er alþjóðleg viðurkenning þess að í skólanum sé unnið markvisst að fræðslu um umhverfismál, umhverfisstefna hafi verið sett og henni framfylgt. http://www.landvernd.is/graenfaninn/yflokkar.asp?flokkur=1055

Eftir er að finna afhendingardag fyrir nýja fánann og verður hann auglýstur þegar þar að kemur.

IMG_4578

© Skóli 2011