Skák

Sigurður Narfason, ferðaþjónustubóndi í Hofi, kom í dag og leiðbeindi nemendum við taflmennsku en Sigurður er slyngur skákmaður. Fyrst tóku nemendur 2.-6. bekkjar skák undir leiðsögn en síðan kom röðin að eldri nemendum. Að síðustu fengu nemendur val um að tefla eða fara til viðfangsefna samkvæmt stundaskrá og hafði Sigurður þá umsjón með tafl hjá þeim áhugasömu sem það völdu. Við þökkum Sigurði kærlega fyrir aðstoðina.

IMG_4927
IMG_4934
IMG_4936
IMG_4932

© Skóli 2011