Árshátíð Lýsuhólsskóla 2012

Nú er árshátíð nemenda Lýsuhólsskóla afstaðin og tókst með prýði. Nemendur 2.-6. bekkjar léku stuttan og stórskemmtilegan leikþátt um Gilitrutt og sungu nokkur lög á eftir. Nemendur 7.-10. bekkjar hófu hátíðina með söng og gítarspili en léku síðan með glæsibrag nokkuð stytta útgáfu af leikritinu um Línu langsokk. Nemendur fengu mikið hól frá áhorfendum og voru afar ánægðir með frammistöðu sína. Foreldrafélagið bauð síðan til glæsilegrar kaffiveislu sem var vel þegin af  gestum og samkomuhöldurum.

Hér eru nokkrar myndir en fjöldi af þeim á síðunni okkar hjá Flickr.

IMG_5052
IMG_5059
IMG_5123

© Skóli 2011