26. apríl 2012
Flöskuskeyti fundið 25. apríl 2012
Sigríður Gísladóttir, kennari við Lýsuhólsskóla, rakst á flöskuskeyti í fjörunni við Ósakot í gær. Hún kom með það í skólann og þar var það opnað.
Svo merkilega vildi til að flaskan innihélt umhverfisverkefni, fannst á degi umhverfisins af kennara við Grænfánaskóla.
Flöskuskeytið er hluti af verkefni sem heitir The drift bottle project (Flaska á reki) og undir það skrifar Hafrannsóknarstofnun í Kanada.
Þar segir m.a.: "Við þörfnumst hjálpar þinnar! Með því að finna þessa flösku ert þú orðinn þátttakandi í rannsókn okkar á hnattrænum hafstraumum. Vinsamlegast tilkynnið fund flöskunnar og við segjum þér hversu langt flaskan hefur ferðast".
Þar segir einnig: "Flaska, sem hent er í sjóinn og rekst þar með straumum, getur borist á land hvar sem er í heiminum og sama er að segja um olíumengun og rusl. Til að vernda hafið er mikilvægt að þekkja þessa strauma".
Við í Lýsuhólsskóla sendum nú upplýsingar um fund flöskunnar á netfang kanadísku Hafrannsóknarstofnunarinnar og fáum væntanlega fleiri upplýsingar um rannsóknina.