Berjaferð

Þriðjudaginn 6. september fóru nemendur Lýsuhólsskóla í berjaferð. Haldið var í vestur að Dagverðará og farið upp með hraunkantinum í átt að Jöklinum eins og venjulega. Að tínslu lokinni var haldið að Arnarstapa þar sem nemendur fengu hádegisverð hjá Ólínu í Samkomuhúsinu. Þar gafst kostur á að skoða gamla muni, bækur og fleira áhugavert. Við þökkum Ólínu kærlega fyrir móttökurnar. Eftir hádegisverðinn gátu nemendur farið að Bjargi og hoppað litla stund á hoppubumbunni sem Haddý hleypti lofti á sérstaklega fyrir þá. Bestu þakkir til Haddýar. Að hoppi loknu var haldið heim á leið með berjafenginn.

IMG_4282

© Skóli 2011