Fimmti Grænfáninn
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember árið 2011 drógu nemendur nýjan Grænfána að húni, fimmta Grænfánann okkar. Lýsuhólsskóli hóf þátttöku í Grænfánaverkefninu árið 2001 og flaggaði fyrsta fánanum vorið 2003. Fáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum, veittur til tveggja ára í senn. Landvernd heldur utan um verkefnið á Íslandi. Það var Theodóra Matthíasdóttir frá Framkvæmdaráði Snæfellsness sem afhenti okkur fánann.
Markmið skólans frá haustinu 2009 hafa aðallega tengst átthagafræði sem felur m.a. í sér að nemendur læri að þekkja umhverfi sitt, náttúru, sögu, listir og mannlíf.
Eldri markmið halda fullu gildi svo sem vistvæn innkaup, endurvinnsla og endurnýting, lífræn ræktun og vistvæn orka í umhverfi okkar. Svo verður einnig með átthagafræðina en nú verða sett ný markmið til að vinna að næstu tvö ár.