30. nóvember 2011
Nú er föndurdagur að baki með piparkökubakstri, greniskreytingaframleiðslu og búið er að mála jólamyndir á glugga í skólanum.
Tveir danskir kennaranemar, þau Janni og Simon, hafa verið hjá okkur við æfingakennslu frá því í lok október. Meðal þess sem þau hafa unnið með nemendum er tónlist og höfum við sett upptökur á rás okkar á YouTube Sláið inn leitarorðið lysuholsskoli á YouTube eða notið þessa slóð og njótið.