Föstudaginn 21. október heimsótti okkur Kolbrún Aðalsteinsdóttir, rithöfundur, spjallaði við nemendur 5.-10. bekkjar og las fyrir þá úr nýrri bók sinni. Bókin heitir Röskva og er væntanleg í útgáfu á komandi vikum. Bókin vakti athygli nemenda og margir bíða spenntir eftir að fá hana í hendur til lestrar en sögusvið hennar er að hluta til Snæfellsnes, frá Elliða til Hellna. Kolbrún ætlar að gefa skólanum eintök af bókinni. Við þökkum Kolbrúnu kærlega fyrir.
Magnús Stefánsson frá forvarnarverkefninu Marita, "Hættu áður en þú byrjar" kom í heimsókn í dag og ræddi við nemendur 7.-10. bekkjar um vímuefnaneyslu og afleiðingar hennar.