Skólalok

Í vikunni 21.-25. maí unnu nemendur afar sérstök og falleg myndverk undir stjórn Jean Francois Béné. 

Föstudaginn 25. maí fóru nemendur 6.-10. bekkjar í Grundarfjörð og skoðuðu Sögumiðstöðina hjá Inga Hans og hann sagði þeim frá hinum ýmsu munum og uppsetningum og tengdi við samfélagsgerð og sögu hverju sinni. Einnig var litið inn í FSN en þar er sýning á umhverfisfræðsluverkum.

Þriðjudaginn 29. maí fóru nemendur 2.-6. bekkjar að Staðastað í staðarfræðslu en nemendur 7.-10. bekkjar að Álftavatni í landbúnaðarfræðslu, hvort tveggja hluti af átthaganámskrá. Síðan komu yngri nemendur að Álftavatni í pylsuát og flestir syntu og sulluðu í Álftavatninu.

Miðvikudaginn 30. maí fórum við í langþráða ferð á Snæfellsjökul, uppbótarferð fyrir þá sem farin var fyrir nokkrum árum í skelfilegu veðri og skyggni. Þessi ferð var farin í rjómablíðu og hinu ágætasta skyggni og þegar til byggða var komið fórum við í Samkomuhúsið til Ólínu og fengum rjómapönnukökur.

Fimmtudaginn 31. maí vorum við í miklum ham í skóla að gera skólablað, smíða kofa, taka til og ganga frá. 

© Skóli 2011