Vordagar

Þann 16. maí verða vortónleikar tónlistarskólanemenda hér í skólanum og hefjast kl 13. Þá verður einnig vorsýning á verkum nemenda. Vonumst til að fá sem flesta gesti.

Dagana 22.-25. maí verður hér franskur listamaður, Jean-François Béné, ásamt konu sinni, Annie sem er ljósmyndari, að vinna myndverk með nemendum. Hann og kona hans koma hingað  fyrir tilstilli skólastjórans í Briancon skólanum í frönsku Ölpunum, þeim sem hefur lengi verið með okkur í Comeniusarverkefni. Þá daga, og dagana fram að skólaslitum, verður einnig unnið að átthagaverkefnum og umhverfisverkefnum en nokkur eru í gangi og tekst vonandi að ljúka þeim.

te06

Skólaslit verða síðan 1. júní kl 14.

Á þessari slóð http://www.ec-saint-blaise.ac-aix-marseille.fr/spip/spip.php?article216 má sjá verk Jean-François Béné með nemendum Saint Blaise skólans í Briancon.

 

© Skóli 2011