9. bekkur

 

9. bekkur 2014-2015

Íslenska

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur láti reyna á mál sitt við að leysa viðfangsefni og tjái hugsun sína og skoðanir í töluðu og rituðu máli, átti sig á einkennum málsins, töfrum þess og mætti.

Flytji mál sitt, hlusti og lesi sér til skilnings og nýti sér upplýsingar í töluðu og rituðu máli til fróðleiks, skemmtunar og sem heimildir í vinnu. Efli orðaforða. Geti notið myndefnis, leikins efnis, bókmenntaefnis, túlki og setji fram sjálfstætt og rökstutt mat á viðkomandi efni á gagnrýninn hátt, fái innsýn í bókmenntaheim Íslendinga að fornu og nýju, þjálfist í skipulegum og góðum vinnubrögðum við ritun, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og fylgi viðmiðum um uppbyggingu texta. Nýti sér hugtök og heiti í bókmenntafræði til að fjalla um myndmál og stíl. Þjálfist í notkun uppflettirita og netmiðla.

 

Viðfangsefni:

Nemendur lesa og hlusta á smásögur, þjóðsögur, brot úr skáldsögum, blaðagreinum og fræðitextum, ljóð, kveðskap, leiklesa og flytja leikrit. Kynna sér fróðleiksmola um mál og sérkenni þess. Nemendur fjalla um texta, þjálfa sig í lesskilningi og gera æfingar úr texta. Nemendur vinna málfræðiverkefni og ritunarverkefni. Að minnsta kosti ein Íslendinga saga verður lesin með umfjöllun og nemendur vinna að skapandi verkefnum s.s. persónutúlkun og persónugerð. Bókmenntaverk lesið og nemendur horfa á kvikmynd í tengslum við það, meta efnið og gagnrýna, skrifa umfjöllun. Nemendur vinna efni í skólablað, vefsíður og veggspjöld. Nemendur vinna stutt myndband úr ljóði/smásögu/þjóðsögu.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      flytji eigið og annarra heimildaefni og skapandi efni hverjir fyrir aðra sem upplestur, ræðu eða endursögn í kennslutímum og á skólasamkomum eftir því sem færi gefst.

·      miðli völdum verkefnum sínum á veggspjöldum, vefsíðum og í skólablaði.

·      taki þátt í samræðum og rökræðum.

·      tjái sig á leikrænan hátt t.d. við flutning á leikriti og við upplestur texta.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      sýni frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu.

·      nýti þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, t.d. verkefni þar sem unnið er með hugtök úr bókmenntum og málfræði.

·      beiti skapandi og gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu við að draga ályktanir t.d. við skýringar, túlkun og boðskap texta, við leikræna tjáningu og við túlkun og sköpun persóna.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni sjálfstætt að verkefnum, í samvinnu við aðra og undir leiðsögn.

·      bjóði aðstoð öðrum nemendum, óski eftir aðstoð hver frá öðrum eða frá kennara.

·      átti sig á mikilvægi samvinnu við vinnslu verkefna s.s. skólablaðs leikrita og sýninga.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti á ábyrgan hátt margvíslega miðla s.s. munnlegar heimildir, uppflettirit, fræðibækur og miðla á rafrænu formi til upplýsingaöflunar.

·      þjálfist í meðferð og frágangi heimilda.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      nýti tíma sinn vel.

·      þjálfist í að setja sér markmið og áætlanir og fylgja þeim.

·      leggi mat á eigin og annarra vinnubrögð og frammistöðu.

·      nýti sér námsmat og ábendingar frá öðrum til að efla eigin færni.

 

 

 

Stærðfræði

 Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur þjálfist í reikningi með jákvæðum og neikvæðum tölum. Vinni með hlutföll og prósentur, læri að reikna ummáls- og flatarmálsreikning hrings, þekki hugtök og noti formúlur sem tengjast hring. Þjálfist í að nota tölur á staðalformi og reikna með þeim, nái valdi á veldareglum fyrir heiltöluveldi, noti algebru til að tákna samband stærða með formúlum, átti sig  á hvað er jafna og hvað er stæða og æfist í einföldun þeirra. Vinni með punkta, formúlur og gröf í hnitakerfi, læri á einslögun og tengsl hennar við hlutföll og mælingar, vinni með mælikvarða og hlutföll. Þjálfist frekar í tölfræðihugtökum og -reikningi.

 

Viðfangsefni:

Reikningur með tölum úr mengi heilla talna, námundun og prósentur: Veldareiningur, tugveldi og staðalform. Hringur: flatar- og ummálsreikningur, formúlur og teikningar. Algebra: stæður, jöfnur og formúlur, hlutföll einslögun og mælikvarði. Hnitakerfi: hnit, formúlur og gröf. Tölfræði: myndrit og miðsækni, kannanir og uppsetning í töflureikni.

Kynning á völdu efni í stærðfræði með t.d. teikningum, örmynd eða glærusýningu.

 

Námsefni:

Almenn stærðfræði II og efni úr Átta til tíu námsefni.

 

Lykilhæfni:

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      beri saman og ræði niðurstöður sínar í tilfallandi verkefnum.

·      miðli upplýsingum í t.d. tölfræði, aðferðum við lausnir.

·      kynni verkefni sín s.s. örmynd og niðurstöður úr þeim, stærðfræðilegar og/eða listrænar.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      velji leiðir til verkefnalausna og meti hvort þær séu raunhæfar og hvort þeir hafi komist að raunhæfum niðurstöðum.

·      hanni og velji framsetningu til að kynna stærðfræðilegt efni fyrir samnemendum.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni á einstaklingsgrundvelli og í samvinnu.

·      leiti aðstoðar og bjóði aðstoð.

·      taki þátt í og fái aðra með í kannanir svo sem tölfræðiverkefni.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      afli sér upplýsinga í uppflettiritum og á vefmiðlum eftir verkefnum hverju sinni.

·      noti upplýsingar á ábyrgan og gagnrýninn hátt.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      nýti tíma sinn vel.

·      setji sér markmið og áætlanir.

·      leggi mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

·      yfirfari verk sín, læri af mistökum og leiðrétti.

·      nýti sér námsmat og ábendingar frá öðrum til að efla eigin færni.

 

Samfélagsfræði/ saga

 Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur kynnist sögu þjóðarinnar á 19. og 20. öld, þeim breytingum sem urðu á stjórnmálasviði, kvennabaráttu, læri um stofnun lýðveldisins. Átti sig á hve mikil áhrif franska byltingin 1784  hafði á samfélagsþróun í Evrópu og á Íslandi. Geri sér grein fyrir hve mikil áhrif heimstyrjaldirnar tvær á 20. öld höfðu á samfélagsþróun og kvennabaráttu í Evrópu og á Íslandi. Átti sig á breytingum á atvinnuháttum og myndun þéttbýlis á 19. og 20. öld. Kynnist ævi valinna stjórnmálakarla og -kvenna s.s. Jóni Sigurðssyni og Bríeti Héðinsdóttur. Læri um upphaf verklýðsbaráttunnar. Geti aflað sér heimilda af veraldarvef og fræðibókum við verkefnavinnu. Nýti sér upplýsingatækni við verkefnavinnu og skil.

 

Viðfangsefni:

Nemendur lesa sér til fróðleiks úr völdum námsbókum. Vinna skrifleg verkefni og glærukynningar um valda þætti Íslandssögunnar á 19. og 20. öld.  Vinni tímaás um valin tímabil. Veggpjaldavinna og fyrirlestrar. Nemendur vinna saman og í einstaklingsvinnu. Nemendur læra um matarvenjur fyrr á tímum og taka þátt í sameiginlegri sláturgerð að hausti.

 

Lykilhæfni:

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      taki þátt í umræðum og kynningum á ákveðnum þáttum sögunnar.

·      vinni veggspjöld og glærukynningar til sýningar.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      beri saman nútíð og fortíð.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni skrifleg og myndræn verkefni í samvinnu og einstaklingsvinnu.

·      leiti heimilda og afli upplýsinga af vef og bókasafni skólans.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      birti glærukynningar og verkefni á vef og á vorsýningu skólans.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti frammistöðu sína og samnemenda sinna.

·      haldi utan um verkefnavinnu sína.

·      læri að setja sér markmið og áætlanir.

·      gangi vel um eigur skólans s.s. tölvur og myndavélar.

 

Náttúrufræði

 Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur nái valdi á grunnhugtökum í náttúruvísindum, geri sér grein fyrir því hversu mikilvæg þróun í vísindum er bæði í nútíð og framtíð, öðlist leikni við flokkun, greiningu, túlkun og fleiri atriði er varða vísindaleg vinnubrögð, þjálfist í gagnrýninni hugsun, geti lýst gerð og starfsemi fruma, geti lýst skipulagsstigum lífvera og tengslum milli lífvera.

Viðfangsefni:

Unnið er með grunnbókum um efnið.  Skrifleg verkefni, umræður sem og verklegar tilraunir. Nágrenni og aðstaða skólans notuð til að auka skilning nemenda sem og auka fjölbreytni náms. Auðvelt aðgengi upplýsinga og fræðsluefnis á veraldarvefnum nýtt til kennslu sem og verkefnavinnu.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      taki þátt í samræðum og túlki verkefni, sem síðan eru gerð aðgengileg öðrum, á eins fjölbreyttan hátt og kostur er.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      ræði saman og finni leiðir til ólíkra lausna sem uppsetning verkefna og skoðun á náttúrufyrirbærum kallar á.

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni verkefni sameiginlega og í einstaklingsvinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti tölvur, veraldarvef og sjónvarp við verkefnavinnu.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      haldi vel um námsgögn og nýti sér þau við úrlausn verkefna.

·       

Átthagafræði

 Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur taki þátt í og þekki hlutverk sitt í umhverfisvernd. Geri sér grein fyrir þróun byggðar og atvinnuhátta, kynnist nærumhverfi sínu með upplifun, reynslu og gagnasöfnun. Læri örnefni í heimabyggð, tengi þau við staði og þekki söguna á bak við þau. Fái innsýn í líf bænda nútímans og kynni sér búrekstur.

 

Viðfangsefni:

Nemendur taka þátt í verkefnum tengdum náttúru, umhverfismálum og umhverfisvernd.

Bæir og atvinnuhættir í sunnanverðum Snæfellsbæ. Nemendur uppfæra heimasíðuverkefni skólans frá árinu 2000 og tengja við sögur í söguverkefni. Ár og vötn á svæðinu einnig tekin fyrir í verkefninu.

Lesin Eiríks saga rauða sem að hluta til tengist heimabyggð og segir m.a. sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur frá Laugarbrekku.

Sérstaklega verður gætt að örnefnum í Snæfellsbæ tengdum sögunni

Sauðfjárbúskapur: Heimsókn í fjárhús á sauðburði. Störf bóndans og afurðir af ám. Ræktun, hagaganga. Viðtöl við bændur.

Mjólkurframleiðsla – nautgriparækt. Heimsókn í fjós á mjaltatíma. Störf bóndans og afurðir úr mjólk. Kýr. Kjötframleiðsla, ræktun. Viðtöl við bændur.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      ræði vettvangsferðir og vinni úr þeim á myndrænan og skriflegan hátt.

·      gefi út uppfærða heimasíðu með fjölmörgum upplýsingum.

·      kortleggi myndrænt söguslóðir Eiríks sögu í Snæfellsbæ og búi til sýningar í skólanum.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      skrái rafrænt þær upplýsingar sem aflað var í vettvangsferðum og með viðtölum og átti sig á hvaða upplýsingar eru mikilvægar fyrir verkefnið og hvað ekki á heima þar.

·      tengi sögur og sagnir við staði og velti fyrir sér trúverðugleika þeirra.

·      finni lausnir á vandamálum sem upp kunna að koma við úrlausn verkefna.

·      læri að setja saman skynsamlegar spurningar fyrir viðtöl við bændur.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni með öðrum og ræði saman um úrlausn verkefna.

·      finni sér leiðir til upplýsingaöflunar.

·      sýni frumkvæði við verkefnavinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      geti nýtt sér veraldarvef og fræðibækur til upplýsingaöflunar og skráð niður.

·      sýni vinnuferlið og skýri í máli og myndum.

·      birti verkefnin  ýmist sem vefsíðu, í skólablaði, á fésbókarsíðu og á vorsýningu skólans.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      taki ábyrgð á þeim tækjum og tólum sem notuð eru við vinnuna s.s. borðtölvur, spjaldtölvur og myndavélar.

·      meti ákveðin verkefni í sjálfsmati og jafningjamati.

 

 

Enska

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur auki þann orðaforða sem þeir hafa byggt upp í ensku máli, þjálfist í málfræði, hlustun og framburði, átti sig á því hvaða hljóð í íslensku máli valdi helst göllum í enskum framburði Íslendinga og séu meðvitaðir um það, geti skrifað nokkuð fjölbreytta texta, geti lagt mat á eigin frammistöðu, átti sig á mikilvægi þess að hafa gott vald á ensku sem samskiptamáli á heimsvísu.

 

Viðfangsefni:

Nemendur lesa misþunga texta þar sem komið er inn á mörg svið mannlífsins og vinna verkefni úr þeim bæði munnlega og skriflega. Efnisþættir eru íþróttir, tíska, bókmenntir fyrir ungt fólk og áhugamál þess og fróðleikur um nokkur lönd á jarðkringlunni. Nemendur vinna með dægurlagatexta. Lesa stutt bókmenntaverk og gera grein fyrir höfundi þess og verkinu sjálfu. Áhersla verður lögð á fjölbreytt verkefni í ritun, réttritun og málfræði, ritunarverkefni unnin í Word með leiðréttingarmöguleikum, af ítrustu vandvirkni gagnvart málfari og stafsetningu.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      geri sér grein fyrir mikilvægi þess að ná góðum tökum á framburði og ritun.

·      flytji kynningu á enskri kvikmynd.

·      segi frá bókmenntaverki.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      sýni frumkvæði í  vinnubrögðum.

·      skipuleggi aðferðir við úrlausn verkefna.

·      finni áhugaverðar leiðir til að kynna verkefni sín.

·      átti sig á því að framburð þarf að vanda.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      tileinki sér færni úr námsefninu.

·      nýti á ábyrgan hátt vefmiðla, fjölmiðla og orðabækur til upplýsingaöflunar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti eigin vinnubrögð, ástundun og framfarir.

·      nýti leiðbeiningar annarra sér til hagsbóta við nám.

·      viðhafi vönduð vinnubrögð.

·      nýti þekkingu sína og leikni af alúð.

 

 

Danska

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur nái sem bestum tökum á dönsku, átti sig á skyldleika hennar við önnur Norðurlandamál, nái að skilja mikinn hluta orðaforðans út frá íslensku og ensku en efli hann aðallega við lestur margvíslegra texta, lesi upphátt og í hljóði, nái tökum á að skilja danskt talmál, þjálfist í framburði, geti skrifað stutta texta og notað þann orðaforða sem þeir hafa byggt upp í náminu.

 

Viðfangsefni:

Nemendur fá innsýn í danskt þjóðlíf og menningu með því að læra m.a. um skólakerfið í Danmörku, heilsutengd málefni, mataræði og lífsstíl, þeir fá innsýn í gömul og ný sakamál og mismunandi samskiptaleiðir. Nemendur tala, lesa, skrifa og æfa sig við ýmiss konar verkefnavinnu og kynna sér danska tónlist og kvikmyndir.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      þjálfist í framburði, tjáningu og ritun.

·      flytji kynningu á danskri hljómsveit eða kvikmynd.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      sýni frumkvæði í  vinnubrögðum.

·      skipuleggi aðferðir við úrlausn verkefna.

·      finni áhugaverðar leiðir til að kynna verkefni sín.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      nái góðum tökum á sjálfstæðum vinnubrögðum.

·      vinni með öðrum þegar samvinna er hentugasta leiðin.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      tileinki sér fróðleik úr námsefninu.

·      nýti á ábyrgan hátt vefmiðla, fjölmiðla og orðabækur til upplýsingaöflunar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      meti eigin vinnubrögð, ástundun og framfarir.

·      nýti leiðbeiningar annarra sér til hagsbóta við nám.

·      vinni samviskusamlega að verkefnum sínum.

 

Myndmennt

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur geti unnið sjálfstætt frá hugmynd til lokaafurðar.  Geti notfært sér aðferðir, efnivið, tól og tæki við útfærslu verks. Geti tekið ábyrgan þátt í hópavinnu. Geti tjáð sig um verkefni og notað til þess helstu hugtök. Geti af ábyrgð og góðri umgengni sýnt frumkvæði í vinnu og frágangi. Geti metið eigin vinnu og rökstutt með viðeigandi hugtökum.

 

Viðfangsefni:

Tilraunir með margvíslega tækni, tæki og tól í teiknun og málun, mismunandi áferð og form. Kynningar á þekktum íslenskum og erlendum myndlistarmönnum og ýmsum listastefnum. Menningarlæsi.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      geti notfært sér mismunandi og fjölbreyttar aðferðir við verk sín þar sem reynir á verkkunnáttu og sköpunarkraft.

·      geti skoðað sitt nánasta umhverfi í menningarlegu samhengi.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      geti tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.

·      sýni frumkvæði og geti tekið virkan þátt í samvinnu með sameiginleg markmið hópsins að leiðarljósi.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      geti notfært sér mismunandi og skapandi aðferðir, áhöld og tækni. 

·      geti notað ýmsa miðla til að dýpka skilning og þekkingu á greininni. 

·      geti beitt fjölbreyttum leiðum í skapandi vinnu.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      geti metið eigin verk og annarra og rökstutt álit sitt með þeim hugtökum sem við eiga. 

·      sýni frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði. 

·      umgangist tæki og tól af ábyrgð og virðingu.

 

 

Handmennt

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur læri að bjarga sér við einföldustu viðgerðir á eigin fatnaði og skapa ýmsa hluti úr tauefni, garni með tilheyrandi áhöldum og aðferðum.

 

Viðfangsefni:

Börnin vinna stykki eftir eigin vali sem þau skreyta með völdum myndum sem þau hafa fundið á netinu, ástraujuðum og saumuðum. Búnir til ýmsir nytjahlutir úr endurnýttu efni. Heklað, prjónað og saumað eftir eigin vali. Unnið með ullarkembu. Viðgerðir á eigin fatnaði, festa tölur, bæta og laga saumsprettur o.fl. allt eftir getu hvers og eins. Áhersla er lögð á að nemendur vinni vel og geti ef svo ber undir aðstoðað félaga sína.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      búi afurðir verka sinna til sýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti skólans.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      geri sér grein fyrir að mistök og tilviljanir geta leitt til óvænts árangurs.

·      átti sig á hvort hugmyndir þeirra í verkefnavali séu raunhæfar.

·      leggi sig fram við skapandi hugmyndir.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      séu fúsir til að aðstoða félaga sína og læri af því.

·      sýni sjálfstæði við að leita aðferða og lausna.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      finni hugmyndir og aðferðir í bókum og rafrænum miðlum.

·      umgangist bækur og tæki af virðingu.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      vinni vel og nýti tíma sinn vel.

·      átti sig á hvort þeir séu á réttri leið með verkefni.

·      meti hvernig þeim þykir verk sitt og vinna hafa tekist.

 

 

Tæknimennt

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur læri að umgangast tölvur og  og nýti sér þær við hverskyns nám. Kynnist forritun sem stjórnar öllu sem gert er í tölvu. Kynnist eiginleikum þess efnis sem unnið er með hverju sinni. Þroski hug og hönd á sem fjölbreytilegastan hátt. Kynnist því að hver og einn getur notað sköpunarmátt sinn og sköpunargáfu til að móta umhverfi.

 

Viðfangsefni:

Hér er farið um víðan völl og af mörgu er að taka. Verkefnin eru unnin úr efnum eins og tré, málmum, plasti og ýmsu öðru sem hentar hverju sinni. Handverkið kennt ásamt hönnun hlutarins. Til þess eru notaðar gamlar aðferðir eins og verklegar æfingar ásamt nýjum aðferðum eins og forritun í tölvu sem lætur forritaða hluti hreyfast. Kennd er undirstöðunotkun á tölvutækni og umgengni við tækin og við veraldarvefinn.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      taki upp myndskeið, segi sögu með myndum (powerpoint). Hér er myndformið allsráðandi.

·      geri stuttmyndir, heimildamyndir, útdrætti.

·      gefi efnið út á sem fjölbreyttastan hátt.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      hanni hluti og komist að virkni þeirra.

·      komist að því að forritun er mikilvægur þáttur til að átta sig á því að hlutir virka ekki rétt nema með skapandi og gagnrýnni hugsun.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      vinni saman að því að finna lausnir og leysi einstaklingsverkefni.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti tölvur og sjónvarp.

·      nýti aðgengi upplýsinga og fræðsluefnis á veraldarvefnum til að læra um forrit, skoða hönnun, finna verkefni, hafa samskipti.

·      átti sig á hversu tölvutæknin er orðin stór þáttur í tilveru okkar.

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      búi afurðir verka sinna til sýningar fyrir foreldra, aðra aðstandendur og gesti skólans.

 


 

Íþróttir

Hæfniviðmið:

Stefnt skal að því að nemendur efli þol, styrk, kraft og liðleika, skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi, fái aukið sjálfstraust,viljastyrk og áræði, fari eftir reglum og virði þær. Kynnist sem flestum greinum íþrótta.

 

Viðfangsefni:

Á íþróttavelli: Hlaup, stökk, boltaleikir og aðrir útileikir.  Aukin áhersla á þennan þátt haust og vor.
Salur: Ýmsir leikir og boltaæfingar til að efla þrek og líkamsuppbyggingu. Hópíþróttir efla samvinnu og áhersla er lögð á þær s.s. blak, fótbolta, handbolta o.fl. Ný grein, golf, eflir sjálfaga.

Sund: Áhersla lögð á að æfa sem flestar greinar sunds og að nemendur stundi sund reglulega. Aukin áhersla haust og vor. í sundi vinna nemendur eftir fyrirfram ákveðnum áætlunum sem hver einstaklingur þarf að standa við.

 

Lykilhæfni

Stefnt skal að því að nemendur:

Tjáning og miðlun

·      geti tjáð sig og skilið aðra á sem einfaldastan hátt sem er mikilvægt í t.d. í hópíþróttum.

·      þjálfi sín samskipti þannig að árangur verði af.  

·      fái tækifæri til að miðla reynslu sinni af þjálfun einstakra íþróttasgreina til samnemenda sinna.

 

Skapandi og gagnrýnin hugsun

·      fái tækifæri til að búa til sína eigin leiki og reglur og gera það þannig að allir geti farið eftir þeim.

 

Sjálfstæði og samvinna

·      efli samvinnu í gegnum hópíþróttir.

·      efli sjálfsaga.

·      vinni eftir fyrirfram ákveðnum áætlunum.

 

Nýting miðla og upplýsinga

·      nýti tölvur og sjónvarp og auðvelt aðgengi upplýsinga og fræðsluefnis á veraldarvefnum til að auka áhuga og afla upplýsinga um einstakar íþróttagreinar.

·      nýti spjaldtölvur fyrir tölfræði og skráningu gagna

 

Ábyrgð og mat á eigin námi

·      geri sér grein fyrir að nám í íþróttum er ætlað til að auka lífsgæði þeirra.

·      standi við áætlanir í sundi.

 

 

 

 

© Skóli 2011